Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1879 svör fundust

Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?

Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?

Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna-Lind Pétursdóttir rannsakað?

Anna-Lind Pétursdóttir er prófessor í sálfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að úrræðum fyrir börn með sérþarfir ásamt þjálfun skólastarfsfólks og foreldra í beitingu þeirra. Rannsóknirnar hafa sérstaklega falið í sér þróun og mat á áhrifum aðferða til að stuðla að fra...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Matthíasdóttir stundað?

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna. Sigríður hefur sérstaklega rannsakað íslenska kvenna- og...

Nánar

Er það rétt að fólk sem notar táknmál fái ekki gigt í hendurnar?

Mér vitanlega eru ekki til neinar rannsóknir sem benda til þess að þessir einstaklingar fái síður gigt í fingurna. Almennt má segja að nýjustu rannsóknir bendi til þess að erfðaþættir ráði meiru um hverjir fái sjúkdóma eins og slitgigt í hendur heldur en notkun handanna. Á hinn bóginn má nefna að fólk sem hrey...

Nánar

Hvers vegna hafna konur kynlífi tímabundið fyrir eða eftir blæðingar?

Upplýsingar um kynlífshegðun fólks gefa okkur ekki tilefni til að ætla að konur hafni almennt kynlífi fyrir eða eftir blæðingar. Konur eru með mismunandi þrár og langanir til kynlífs sem tengjast margvíslegum þáttum sem reynt verður að minnast á í þessu svari en fyrst mun ég fjalla um blæðingar og viðhorf til þeir...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?

Árni Sigurður Ingason er framkvæmdarstjóri Grein Research, sprotafyrirtækis sem starfar á sviði efnistækni og er sprottið upp úr rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands. Fyrirtækið vinnur að því markmiði að brúa bil milli framleiðsluþekkingar og -aðstöðu annars vegar, bæði á Íslandi og erlendis, og íslensk iðnaðar h...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?

Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað. Rannsóknir hans hafa beinst að stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum, einkum að hlutverki stjórnprótínsins MITF. Litfrumur (e. melanocyt...

Nánar

Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein?

Í gegnum tíðina hafa komið fram ýmsar óhefðbundnar aðferðir sem ætlað hefur verið að lækna krabbamein, gjarnan inntaka á einhverjum náttúrulyfjum. B17-vítamín er eitt þeirra efna sem reynt hefur verið í þessu skyni. Raunar telja sumir þetta ekki réttnefni þar sem efnið tilheyri ekki vítamínum samkvæmt þeirri skil...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Björg Þorleifsdóttir rannsakað?

Björg Þorleifsdóttir er lektor í lífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir þær sem Björg hefur stundað eru á sviði svefnrannsókna með sérstaka áherslu á líkamsklukkuna og dægursveiflur (e. circadian rhythms). Líkamsklukkan er annar tveggja meginþátta sem stýrir svefni, hinn er svefnþörf sem eykst í ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Ingólfsdóttir rannsakað?

Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og við King's College, University of London, þaðan sem hún lauk doktorsprófi. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um efnafræði og lífvirkni efna sem finnast í íslenskri n...

Nánar

Er þögn lykillinn að hamingju?

Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl mill...

Nánar

Hvar liggja takmörk háhyrninga við veiðar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég veit að háhyrningar ráðast í hópum á stærri hvali en hvar eru takmörk þessara veiðisnillinga? Háhyrningurinn (Orchinus orca) er stærsta tegundin innan ættar höfrunga (Delphinidae). Fullvaxið karldýr getur orðið allt að níu og hálfur metri á lengd og fimm og hálft tonn. Kv...

Nánar

Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?

Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki. Það sem virðist skipta mestu máli...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?

Luca Aceto er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og við Gran Sasso-rannsóknastofnunina á Ítalíu. Rannsóknir hans eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athugunir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics) og samtímavinns...

Nánar

Fleiri niðurstöður