Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2667 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?

Hrund Ólöf Andradóttir er prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi. Hrund hefur rannsakað virkni blágrænna ofanvatnslausna, eins og settjarna og gróðurþaka, sem miðla og hreinsa v...

Nánar

Hvernig verður maður örverufræðingur?

Til þess að verða örverufræðingur þarf að afla sér grunnmenntunar í háskóla, oftast BS-prófs, á einhverju því sviði þar sem örverufræði er stunduð og kennd. Önnur mikilvæg grunnfög eru efnafræði, lífefnafræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Síðan þarf að taka meistarapróf og/eða doktorspróf á sviði örverufræði. ...

Nánar

Hvað er hæsta lifandi vera há?

Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...

Nánar

Er rangt að segja „við förum erlendis“?

Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...

Nánar

Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru?

Upprunalega spurningin var: Myndu mörgæsir geta lifað af í íslenskri náttúru ef þær yrðu fluttar inn? Mörgæsir (Spheniscidae) finnast ekki aðeins á ísbreiðunum á og við Suðurskautslandið heldur lifa nokkrar tegundir á tempruðum svæðum, svo sem meðfram ströndum Suður-Ameríku og í Afríku allt norður til Angóla. Þ...

Nánar

Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?

Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju l...

Nánar

Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?

Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkra...

Nánar

Hvar myndast fellibyljir helst?

Fellibyljir eru skæðastir og algengastir á Kyrrahafi vestanverðu, norðan miðbaugs, frá dægurlínunni vestur til Filippseyja og Suður-Kína og norður til Japans. Á þessu svæði myndast að meðaltali um 20 fellibyljir á ári. Heldur færri, eða 10-12, myndast austan til á Kyrrahafi undan ströndum Mexíkó. Fellibyljir eru e...

Nánar

Er jólagrautur upprunalega íslensk hefð?

Hrísgrjónagrauturinn er ekki íslensk uppfinning heldur hefur lengi tíðkast að gera einhvers konar útgáfu af graut eða búðingi úr grjónum og mjólk víða um heim. Það er heldur ekkert einsdæmi að borða slíkan graut til hátíðabrigða eins og lengi tíðkaðist hér á landi. Í svari Hallgerðar Gísladóttur við spurningunni ...

Nánar

Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?

Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...

Nánar

Fleiri niðurstöður