Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2667 svör fundust

Hvað eru mannréttindi?

Fólk hefur lagt þrenns konar skilning í hugtakið mannréttindi. Lagalegur skilningur: Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.Pólitískur skilningur: Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki hvort sem þau eru nefnd í alþjóðasamþy...

Nánar

Getiði sýnt mér hvernig regla Þalesar er notuð í stærðfræði?

Þales frá Míletos (fæddur um 625 f.Kr.) var einn af frumkvöðlum forngrískrar heimspeki. Lítið er vitað um ævi hans, en nokkuð er þó fjallað um hann í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvenær varð grísk heimspeki til? Þalesi er eignuð uppgötvun á eftirfarandi reglu: Horn sem er innritað í hálfhrin...

Nánar

Ef lögð er inn á minn reikning upphæð sem ég á ekki, til dæmis vegna mistaka, á ég þá peningana eða ber mér að skila þeim?

Það er enginn vafi á því, ef greiðsla er lögð inn á reikning einhvers vegna hreinna mistaka, að þá á greiðandinn rétt á því að fá greiðsluna endurgreidda frá reikningseigandanum. Öðru máli getur gegnt ef greiðandinn greiðir ranglega í þeirri trú að honum sé það skylt (til dæmis vegna þess að krafa sem er greidd er...

Nánar

Hvernig myndast árhringir í trjám?

Rétt undir berki trjáa er lag af frumum sem kallað er vaxtarlag. Á hverju sumri skipta þessar frumur sér og mynda nýjar sáld- og viðaræðafrumur. Á þennan hátt gildnar trjábolurinn á hverju ári. Fyrripart sumars er vöxtur hraður og nýju viðaræðafrumurnar sem myndast eru stórar og víðar. Seinnipart sumars hæg...

Nánar

Hvernig helst klukka í tölvu rétt þótt tölvan sé tekin úr sambandi?

Svarið við þessari spurningu er það að inni í tölvunni er rafhlaða og þar fær klukkan rafmagn og orku til að ganga áfram þótt tölvan sé tekin úr sambandi við rafmagn. Nánar tiltekið er rafhlaðan á móðurborði tölvunnar og hér að neðan má sjá hvernig henni er komið fyrir. Rauður hringur er utan um rafhlöðuna. ...

Nánar

Hvernig varð geimurinn til?

Vísindamenn telja núna að alheimurinn hafi orðið til í svonefndum Miklahvelli. Kenningin um Miklahvell byggist á því að alheimurinn er sífellt að þenjast út og menn gera ráð fyrir því að útþenslan hafi staðið allt frá upphafi alheimsins. Ef það er rétt hefur efni alheimsins í upphafi verið óendanlega þétt. Tal...

Nánar

Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Við frumuskiptingu verða dótturfrumur minni en móðurfrumur. Verða þá ekki „næstu kynslóðir“ frumunnar ennþá minni og svo koll af kolli? Þótt dótturfrumur séu minni en móðurfruma eins og hún var rétt fyrir skiptingu, ná þær senn eðlilegri stærð sinnar frumugerðar. Þær skip...

Nánar

Hvaðan kemur orðið timburmenn?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvort er rétt að nota orðið timburmenn eða timburmenni um það þegar fólk er timbrað? Orðið timburmenn ‘höfuðverkur og önnur vanlíðan eftir drykkju’ er tekið að láni úr dönsku þar sem orðið tømmermænd hefur sömu merkingu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr auglýsingu í blaðinu ...

Nánar

Er hægt að koma efnisögnum á meiri hraða en ljóshraða? Ef ekki, verður þá hægt að rannsaka svokölluð svarthol?

Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni er ekki hægt að koma neinum fyrirbærum á hraða sem er meiri en hraði ljóssins í tómi. Afstæðiskenning Einsteins hefur nú verið staðfest það vel að eðlisfræðingar líta svo á að hún sé rétt og því sé ómögulegt að koma ögnum á meiri hraða. Auk þess gildir að agnir sem hafa kyrrstö...

Nánar

Hver eru bestu fiskimið í Faxaflóa?

Í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir fjallar höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, um fiskimið í III bindi verksins. Þar segir m.a. "Landnemarnir munu brátt hafa kynnst því er þeir byrjuðu að róa til fiskjar, að ekki var sama hvar þeir stungu niður færi. Þeir reyndu þó að setja á sig þau svæði sem fiskisælu...

Nánar

Er hið örugga tímabil kvenna til?

Spurningin í heild sinni hjóðar svona: Er hið „örugga“ tímabil kvenna til? Það tímabil sem öruggara er að stunda kynlíf án getnaðarvarna en annarr. Svokallaðir „öruggir dagar“ (e. rhythm method eða fertility awareness method) eru meðal margra aðferða sem notaðar hafa verið til að koma í veg fyrir getnað. Slíkar a...

Nánar

Fleiri niðurstöður