Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 139 svör fundust

Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?

Lauk- í laukréttur 'alveg réttur' er herðandi forliður eins og til dæmis mold- í moldríkur, ösku- í öskureiður og stein- í steindauður. Orðið laukur er fyrst og fremst notað um matjurt og hnúð á plöntustöngli með þykkum safaríkum forðablöðum. Orðið er einnig notað um skrautblóm og var algengur forliður í kvenk...

Nánar

Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...

Nánar

Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?

Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því. Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði ...

Nánar

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...

Nánar

Er bannað að klæðast búrkum á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er bannað að klæðast búrkum og híjab á Íslandi? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Hér á landi hefur ekki verið lagt bann við því að klæðast búrkum, híjab eða sambærilegum klæðnaði. Þó hefur bann við búrkum verið rætt nokkuð, bæði á Alþingi og í samfé...

Nánar

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?

Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...

Nánar

Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?

Lögregla hefur heimild samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 til þess að grípa til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherjarreglu. Í 15. gr. laganna segir meðal annars að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til ...

Nánar

Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?

Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt". Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á kla...

Nánar

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri. Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sj...

Nánar

Hver er munurinn á bensíni og dísilolíu?

Bæði bensín og dísilolía eru unnin úr hráolíu og þegar hráolía er hreinsuð fæst einnig úr henni flugvélabensín, jarðgas og tjara sem notuð er í malbik. Rúmlega tvo lítra af hráolíu þarf til að vinna einn lítra af bensíni. Það er hægt að búa til bensín með aðferðum efnafræðinnar en til þess þarf eiginlega jafnmi...

Nánar

Fleiri niðurstöður