Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1038 svör fundust

Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir?

Táknið $e$ stendur fyrir tölu sem byrjar svona: $e = 2,71828182845904523536028...$Aukastafarunan heldur áfram án nokkurrar reglu á sama hátt og aukastafir tölunnar \(\pi\) (pí). Raunar eru tölurnar \(e\) og \(\pi\) oft flokkaðar saman og taldar til torræðra (e. transcendental) talna. Tölurnar \(e\) og \(\pi\) e...

Nánar

Hvað er karrí?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað er karrí? Ég veit að gult karrí er kryddblanda en hvað með rautt og grænt karrí. Er til „karríplanta“? Eins og kunnugt er einkennist indversk matargerðarlist af bragðmiklum mat sem velt hefur verið upp úr ríkulegri kryddblöndu. Um er að ræða sósu úr jógúrti eða kókos...

Nánar

Hver er uppruni og merking þess að 'gefa einhverjum fingurinn'?

Sperrt langatöng og krepptur hnefi mynda saman eitt kunnasta móðgunartákn sem til er nú á dögum. Þótt fingurinn sé augljóst reðurtákn ætti skírskotunin í hulinn líkamspart út af fyrir sig ekki að móðga neinn eða reita til reiði; tilhugsunin um að önnur hver manneskja sé með typpi kemur fólki ekki úr jafnvægi á okk...

Nánar

Hvað er og hvernig verkar penisilín?

Penisilín (e. penicillin) er fúkkalyf sem notað er til að vinna á bakteríusýkingum. Í daglegu tali er orðið penisilín ekki notað um eitt ákveðið lyf heldur nær það yfir mismunandi tegundir af penisilíni og hóp sýklalyfja sem eru búin til úr penisilíni. Penisilín-sýklalyf eru mest notuðu sýklalyf hér á landi enda e...

Nánar

Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?

Ragnarök, eða ragnarökkur, er hugtak sem notað er um heimsendi eins og honum er lýst í Konungsbókar- og Hauksbókargerðum Völuspár og Snorra Eddu. Þá munu takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta. Völuspá er grundvallarkvæði í Konungsbók þar sem kvæðið er sett fram sem ...

Nánar

Hver var Lao Tse og var hann í raun og veru til?

Samkvæmt kínverskri sagna- og heimspekihefð var Laozi 老子 (aðrar algengar umritanir: Lao Zi, Lao-Tzu, Lao-Tze, Lao Tse, og fleiri) forsprakki skóla daoista (daojia 道家) og höfundur bókarinnar Daodejing (önnur umritun: Tao te ching) 道德經 sem á íslensku hefur verið þýdd ...

Nánar

Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1931 og lést í Þýskalandi 1999. Þorleifur lærði jarðfræði í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar. Í háskólanámi sínu lagði hann áherslur á almenna jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu með sérstakri áherslu á áhrif ísaldar á eldvirkni og veðurfarsbreytingar og áhrif þeir...

Nánar

Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?

Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...

Nánar

Hvers vegna eru flestir sveitabæir á Íslandi hvítir með rauðu þaki?

Málun þaka í sterkum lit á húsum hér á landi tengist án vafa almennri notkun bárujárns sem þakefnis. Galvanhúðað, bárótt þakjárn (bárujárn) var fyrst sett á húsþök í Reykjavík á árunum 1874-76. Notkun þess sem klæðningar á þök og veggi timburhúsa varð þó ekki almenn fyrr en eftir 1880. Þessu annars hentuga þak...

Nánar

Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?

Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...

Nánar

Eru Karíus og Baktus með Karíus og Baktus í tönnunum sínum?

Margir hafa spurt Vísindavefinn um Karíus og Baktus og hér verður öllum spurningum sem hafa borist um þá félaga svarað. Karíus og Baktus er vel þekkt barnabók eftir norska leikskáldið Thorbjørn Egner (1912-1990). Hún kom fyrst út á frummálinu árið 1949 og heitir eftir agnarsmáum aðalpersónunum sem lifa í tönnum...

Nánar

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

Nánar

Fleiri niðurstöður