Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3817 svör fundust

Hvað er eitt áratog langt?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...

Nánar

Hver er uppruni og bygging pólsku?

Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...

Nánar

Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...

Nánar

Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli?

Skaðleg eða óæskileg áhrif af fæðu (e. adverse food reactions) hafa verið flokkuð í þrjá flokka: Áhrif miðluð af ónæmiskerfinu, áhrif óháð ónæmiskerfinu og eitranir.[1] (mynd 1). Fæðuofnæmi eru skaðleg eða óþægileg viðbrögð við fæðu, sem endurtaka sig aftur og aftur, ef viðkomandi fæðu er neytt, en koma ekk...

Nánar

Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans?

Veirur dreifast með margvíslegum hætti, þar á meðal með hlutum í umhverfinu. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, er í fjölskyldu kórónuveira (e. Coronaviridae). Þær eiga það allar sameiginlegt að samanstanda af erfðaefni (búið til úr RNA eða ribonucleic acid), prótínum sem verja erfðaefnið og hjúp sem umlykur ...

Nánar

Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...

Nánar

Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku?

Spurningin í heild sinni var: Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku? Hver réðst í þá útgáfu og af hverju? Íslendingasögurnar hafa líkast til fyrst verið ritaðar á þrettándu og fjórtándu öld. Elstu varðveittu handritin eru frá þrettándu öld, brot úr Egils sögu á AM 162 A θ [þeta] fol....

Nánar

Hver er erfiðasta spurningin í heiminum?

Ég geri ráð fyrir að þú sért að velta fyrir þér hvaða einstök spurning af öllum þeim, sem menn hafa raunverulega glímt við, sé erfiðust (hvað sem það nú þýðir!). En það má líka hugleiða almennt og heimspekilega, hvaða spurning er eða gæti verið erfiðust. Fyrst skulum við snúa okkur að því, hvaða spurningar hafa...

Nánar

Hvað eru vetnishalíðar?

Halógenar skipa sautjánda flokk lotukerfisins (áður kallaður 7. flokkur). Þeir eru flúor (F), klór (Cl), bróm (Br), joð (I), astat (At) og frumefni númer 117 en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Samheiti mínushlaðinna ...

Nánar

Hver er munurinn á kolvetnum og kaloríum?

Munurinn á kolvetnum og kaloríum er margvíslegur þótt bæði hugtökin tengist orku og varma og geti tengst mannslíkamanum. Kolvetni (e. carbohydrates) eru tiltekinn flokkur efna sem er skilgreindur nánar út frá samsetningu efnanna. Kaloría (e. calorie) er hins vegar mælieining um orku eða varma. Meðal annars er hægt...

Nánar

Hvað er vedísk stærðfræði?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er vedísk stærðfræði/reikningur og er hún kennd hér á landi? Vedísk stærðfræði getur þýtt tvennt: Annars vegar var stærðfræði, sem iðkuð var á Indlandi á svonefndu vedísku tímabili frá því um 1500 til um 500 – 400 fyrir Krist, nefnd vedísk stærðfræði. Indversk stær...

Nánar

Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?

Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...

Nánar

Fleiri niðurstöður