Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3618 svör fundust

Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?

Bruni efnis felst í því að það gengur í sambandi við súrefni (ildi), til dæmis súrefnið í andrúmsloftinu. Ef vetnið er í gasham fyrir brunann eru sameindir þess tvíatóma og er slík sameind táknuð með H2. Súrefnissameindirnar í loftinu eru líka tvíatóma og eru þær táknaðar með O2. Efnajafnan fyrir hvörfin þegar ve...

Nánar

Af hverju eru geymar fyrir fljótandi köfnunarefni kringlóttir að lögun?

Hér mun vera átt við lögun geymslu- og flutningstanka fyrir fljótandi nitur (köfnunarefni, N2). Þessir tankar eru í meginatriðum byggðir eins og venjulegir hitabrúsar. Nitur-vökvinn er við hitann –196°C, svo að hitastigsmunur við umhverfið er um og yfir 200°C. Til að hægja á uppgufun vökvans þarf því að halda v...

Nánar

Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?

Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...

Nánar

Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?

Napóleonsfiskurinn (Cheilinus undulatus) er beinfiskur af ættinni Labridae en innan þeirrar ættar eru rúmlega 500 tegundir sjávarfiska í 50 ættkvíslum. Aðallega eru þetta misstórar hitabeltistegundir sem eru frá 15 sentímetrum upp í 230 sentímetra að stærð. Napóleonsfiskurinn er einn sá stærsti í ættinni en hann g...

Nánar

Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?

Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, sem var Svefneyingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn af því að Hallsteinn Þórólfsson á Hallsteinsnesi, sem nefndur er í Landnámabók (Íslensk fornrit I:164), hafi fundið þræla sína yfirbugaða af svefni og drepið þá fyrir sviksemi þeirra (samanber Gr...

Nánar

Hvað er bredda?

Orðið bredda hefur nokkrar mismunandi merkingar. Þær eru: 1. stór hnífur, fiskhnífur 2. bitlaus hnífur; léleg nál 3. ókvenleg, vanstillt kona; ær sem er mesta óhemja. Heimild: Íslensk orðabók, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1983....

Nánar

Hvað eru til margir kristnir menn?

Kristnir menn eru taldir vera um 2 milljarðar að tölu. Kristni er útbreiddustu trúarbrögð heims og flestir kristnir menn tilheyra kaþólsku kirkjunni. Sjá þessa töflu til frekari glöggvunar: ...

Nánar

Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?

Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd): Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá). Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti). 1. mynd. Þrjár gerðir misge...

Nánar

Hvernig er regla Pýþagórasar sönnuð?

Allir sem hafa verið í grunnskóla kannast við reglu Pýþagórasar sem fjallar um lengdir hliðanna í rétthyrndum þríhyrningi. Ef þessar lengdir eru a, b og c, þar sem c er lengsta hliðin, þá gildir að a2 + b2 = c2. Hins vegar hafa færri séð hvernig þessi regla er sönnuð, sem verður að teljast undarlegt í ljósi þess...

Nánar

Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?

Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör marsmánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hver er yngsta þjóð í heimi? Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona? Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á ...

Nánar

Fleiri niðurstöður