Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 60 svör fundust

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Jónsson stundað?

Eiríkur Jónsson er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars verið formaður fjölmiðlanefndar, áfrýjunarnefndar neytendamála og úrskurðarnefndar um Viðlagatryggingu Íslands og er um þessar mun...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?

Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í s...

Nánar

Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga á milli skyldra aðila og hver er réttarstaða þess sem gengst undir þannig samkomulag.Lagalegt gildi munnlegra samninga er almennt jafnt gildi skriflegra samninga. Um einstakar samningsgerðir geta verið reglur í lögum sem binda gildi...

Nánar

Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað þarf maður að vera gamall til þess að gera munnlegan samning? Í svari við spurningunni Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma? er farið yfir þetta álitaefni. Í stuttu máli er ekkert sem bannar ólögráða einstaklingu...

Nánar

Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum? Mætti hafa það svo lítið að smásjá þyrfti til að lesa það?Það er meginregla í íslenskum samningarétti að samningafrelsi ríkir. Það felur í sér að þeir sem gera samning hafa frelsi um efni hans og gerð svo fremi sem þeir gangi ekk...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Eyvindur G. Gunnarsson stundað?

Eyvindur G. Gunnarsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Auk þess hefur hann um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann er nú meðal annars stjórnarformaður Happdrættis Háskóla Íslands, formaður ráðgjafarnefndar Fjármálaeftirlitsins um hæfi stjórnarmanna fjármálafyrirtæ...

Nánar

Hvernig er staðið að gjafagerningi á fasteign?

Gjafagerningar eru ein gerð samninga. Samningar geta haft nánast hvaða form sem er, allt frá einhliða munnlegum loforðum eins og til dæmis 'ég skal gefa þér þennan bíl hérna', til flókinna skriflegra samninga sem yfirleitt krefjast samþykkis beggja eða allra aðila. Um gjafagerninga á fasteignum gilda ákveðin l...

Nánar

Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?

Spurningin sem hér þarf að svara er hvort heimilt sé að rifta þeim samningi sem komst á með kvikmyndahúsinu og bíógestinum við kaup þess síðarnefnda á bíómiðanum. Með riftun lýsir aðili því yfir að vegna vanefnda gagnaðila verði samningurinn ekki efndur samkvæmt aðalefni sínu. Þá fellur greiðsluskylda hvors aðila ...

Nánar

Hver eru markmið Ríósáttmálans?

Árið 1992 stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir leiðtogafundi í Rio de Janero undir heitinu „Ráðstefna um umhverfi og þróun“. Í daglegu tali er ráðstefnan kölluð „Ríófundurinn“ (The Rio Summit). Hann telst tímamótafundur, ekki aðeins sökum þess að þetta var einn stærsti fundur sem alþjóðasamfélagið hefur staðið fyrir, h...

Nánar

Hver er lagaleg skilgreining á orðinu hjúskapur?

Í lögum er ekki að finna neina hnitmiðaða skilgreiningu á hjúskaparhugtakinu. Hins vegar má komast þannig að orði að hjúskapur sé samningur með stöðluðum samningsskilmálum. Nú geta borgararnir gert margvíslega samninga sín í milli. Oft koma einstaklingar sér saman um samningsskilmála, ýmist skriflega eða munnl...

Nánar

Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?

Það er óskrifuð meginregla samningaréttar að samninga skal halda. Um þetta er til orðatiltæki á latínu: pacta sunt servanda.[1] En þó svo að meginreglan sé að samningar séu gildir samkvæmt efni sínu, þá geta komið upp aðstæður sem gera það að verkum að samningur sé þá þegar ógildur og skuldbindur ekki samningsaðil...

Nánar

Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?

Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...

Nánar

Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?

Kaupmáli er heiti á ákveðnu formi samnings sem hjón geta gert sín á milli þegar þau ganga í hjónaband eða síðar. Tilgangur kaupmála er að búa til það sem á lagamáli kallast séreign en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Séreignin er undanþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Meg...

Nánar

Hvaða lög gilda um ábyrgð seljanda á vörum til neytanda?

Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við ábyrgð seljanda gagnvart neytanda þegar vara er gölluð. Almenna reglan er sú að seljanda ber að efna samning sinn við neytanda réttilega. Í því felst að seljanda ber að afhenda vöru í umsömdu ástandi, magni og/eða gæðum á réttum tíma. Tvenn lög eru í gildi um ábyrgð ...

Nánar

Fleiri niðurstöður