Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3424 svör fundust

Hvenær er núna?

Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...

Nánar

Hvað eru eiginlega veruleikaþættir?

Hugtakið raunveruleikasjónvarpsþáttur er tiltölulega nýtt af nálinni og hefur einkum verið notað seinustu tíu árin. Það er haft um sjónvarpsþætti þar sem „venjulegt fólk“ er sett í tilteknar kringumstæður og látið takast á við þær án handrits. Grundvallarflokkar veruleikaþátta eru tveir: þættir sem snúast um keppn...

Nánar

Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?

Málvísindamenn nota stundum svonefnd boðskiptalíkön til að útskýra og greina hvernig boðskipti eiga sér stað milli manna. Einfölduð mynd af þannig líkani gæti litið svona út:sendandi --> boð --> viðtakandiÞað er að segja sendandi sendir boð til einhvers viðtakanda. Boðskipti geta verið af ýmsu tagi. Hér eru nokkur...

Nánar

Ef möndulhalli jarðar væri enginn væru þá nánast engar árstíðir?

Já, spyrjandi á kollgátuna. Ef möndulhallinn væri enginn þá væru engar árstíðir og sólargangur væri eins alla daga ársins. Þess vegna er líka yfirleitt sagt að möndulhallinn sé meginorsök árstíðaskiptanna en auðvitað má líka segja að möndulsnúningurinn þurfi að vera fyrir hendi. Þó að möndullinn hallaðist ekki ...

Nánar

Hvað er skötuselur með stórar tennur?

Skötuselur (Lophus piscatorius) er beinfiskur og hefur fundist á um 1.800 metra dýpi. Hann heldur sig á sendnum eða grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum sjálfum og lúrir þar eftir bráð. Hann notar einskonar fálmara ofan á höfðinu sem veiðistöng og lokkar til sín bráðina. Á matseðli sköt...

Nánar

Hvernig er trapisa skilgreind?

Trapisa eða hálfsamsíðungur er ferhyrningur þar sem tvær mótlægar hliðar eru samsíða. Trapisa heitir á ensku "trapezoid" eða "trapezium". Trapisa. Í þessu felst að trapisa er ein tegund ferhyrninga (quadrangles) en þeir eru rúmmyndir sem eru saman settar úr fjórum línustrikum sem tengjast saman í endapunktum ...

Nánar

Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun.

Aparnir þrír eru yfirleitt taldir japanskir. Eitt frægasta líkneskið af þeim er að finna í Toshogu-musterinu í Nikko í Japan sem byggt var á 17. öld. Þar er tréútskurður af þeim á hinu svokallaða Yomeimon-hliði (sjá mynd). Aparnir heita á japönsku Mi-zaru („Sjá ekki”), Kika-zaru („Heyra ekki”) og Iwa-zaru („Seg...

Nánar

Eru geimverur með stóran og grænan haus?

Við þekkjum, að minnsta kosti enn sem komið er, aðeins þær „geimverur“ sem byggja jörðina, það er að segja allar lífverurnar hér á jörðinni. Einungis fáar þeirra eru með stóran og grænan haus. Við getum vissulega vel hugsað okkur að til séu geimverur utan jarðar, það er að segja lifandi verur á reikistjörnu ei...

Nánar

Hvað merkir lýsingarorðið óhultur og er líka hægt að vera hultur?

Lýsingarorðið óhultur merkir ‘öruggur, sá sem ekki er í hættu’ og eru elstu dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans frá því á 18. öld í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Sama er að segja um lýsingarorðið hultur sem notað er í sömu merkingu. Aðeins óhultur er notað í latnesk-íslenskri orðabók Jóns Ár...

Nánar

Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?

Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en...

Nánar

Hvernig hegðar vatn sér í geimfari?

Í geimfari sem er á þeim stað í geimnum að engir þyngdarkraftar verka á það ríkir þyngdarleysi. Það sama gildir um geimfar sem er í svonefnu frjálsu falli inn að jörðinni að öðrum hnetti, það er að segja þá er allt inni í geimfarinu með sama hætti og í algjöru þyngdarleysi. Þá gildir að hlutir inni í geimfarinu...

Nánar

Fleiri niðurstöður