Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3424 svör fundust

Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...

Nánar

Hvenær kemur aftur ísöld?

Það er ómögulegt að segja til um hvenær kemur aftur ísöld því vísindamenn skilja ekki fullkomlega hvað veldur ísöldum og því erfitt að spá fyrir um þetta ástand. Hvítu svæðin sýna hámarksútbreiðslu jökla á síðustu ísöld. Brúnu svæðin voru þurrlendi á þeim tíma þar sem mikið vatn var bundið í jöklum og sjávarst...

Nánar

Hvernig segir maður eða skrifar "nörd" á latínu?

Enska orðið "nerd" kemur fyrst fyrir í sögunni If I ran the Zoo eftir dr. Seuss árið 1950. Síðan þá hefur það öðlast neikvæða merkingu og er farið að merkja manneskju sem kann sig ekki og er félagslega vanhæf (þótt merking þess hafi síðan mildast aftur, eins og hægt er að lesa um í svörum Heiðu Maríu Sigurðardóttu...

Nánar

Eru Marsbúar til?

Árið 1976 fóru tvö könnunarför til reikistjörnunnar Mars. Þau leituðu meðal annars að ummerkjum um frumstætt líf. Í fyrstu héldu menn að örverur væru í jarðvegssýnum frá Mars en að lokum kom í ljós að svo var ekki. Í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? seg...

Nánar

Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?

Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og þa...

Nánar

Hvaðan eru jarðarber upprunnin og hvað kallast þau á öðrum málum?

Eiginleg heimkynni jarðarberja eru í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar. Þau jarðarber sem eru ræktuð nú á dögum koma aðallega af tveimur tegundum, Fragraria virginiana og Fragraria chiloensis sem báðar eiga rætur að rekja til Ameríku. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur segir meðal annars þetta u...

Nánar

Hver er þessi hvippur og hvappur sem menn fara stundum út um?

Orðið hvippur merkir ‘duttlungur, einkennilegt uppátæki’ í orðasambandinu úti um hvippinn og hvappinn. Það er skylt lýsingarorðinu hvippinn ‘fælinn, viðbrigðinn’ og hvorugkynsorðinu hvippi ‘smálaut, grösugur engjablettur’. Orðið hvappur merkir ‘lægð, dalverpi’. Það er notað með hvippur í sambandinu úti um hvippin...

Nánar

Ræður einhver yfir tunglinu?

Við öll í sameiningu eigum tunglið og alla aðra hnetti sólkerfisins! Eitthvað á þessa leið hljóðaði samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Ýmis fyrirtæki hafa boðið landskika á tunglinu og öðrum hnöttum til sölu og meira að segja heilu stjörnurnar. En með ályktun Sameinuðu þjóðanna eru menn þá einungis að selja eitthvað ...

Nánar

Er til annar heimur inni í svartholum?

Eins og fjallað hefur verið um áður á Vísindavefnum getum við aldrei fullvissað okkur um það hvort til sé annar heimur eða ekki. Um það má meðal annars lesa í svari við spurningunni: Gæti hugsanlega verið til annar alheimur? Spyrjandi spyr sérstaklega um svarthol og er þá væntanlega að vísa til svonefndra ormag...

Nánar

Hvað er ritskýring?

Hugtökin ritskýring og ritskýrendur vísa yfirleitt til skýringa fræðimanna á guðfræðilegum texta. Það er fyrst og fremst hefð sem veldur því. Í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði segir þetta um túlkunarfræði: Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar r...

Nánar

Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?

Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða. Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Orðasambandið að v...

Nánar

Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?

Allir jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Því hálli sem botn jökulsins er, þeim mun hraðar fer hann fram. Vatn undir jökli ræður mestu um hve sleipur jökulbotninn er. Bræðsluvatn er mest á sumrin og þá hreyfast jöklar hraðar en á veturna. Jöklar geta skriðið, gengið og hlaupið....

Nánar

Fleiri niðurstöður