Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3423 svör fundust

Fyrir hvað stendur JRR í nafni Tolkiens?

Tolkien hét fullu nafni John Ronald Reuel Tolkien en af þessum nöfnum var Ronald oftast notað. Reuel var eins konar ættarnafn: Faðir hans hét Arthur Reuel og synir hans báru einnig þetta nafn. Eftirnafn hans er þýskættað en föðurfjölskylda hans mun hafa flutt frá Saxlandi (Sachsen) til Englands á 18. öld. Sjálfur ...

Nánar

Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?

Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...

Nánar

Af hverju notum við grenitré fyrir jólatré?

Um uppruna jólatrésins er flest á huldu, en talið er að rætur þess liggi í einhverskonar trjádýrkun djúpt í mannkynssögunni. Í Róm og víðar skreyttu menn til dæmis í fornöld hús sín um nýárið með grænum trjágreinum eða gáfu þær hver öðrum, og átti það að boða gæfu. Mistilteinninn í Englandi var afsprengi sömu hugs...

Nánar

Hver var Zaraþústra?

Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...

Nánar

Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?

Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...

Nánar

Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?

Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...

Nánar

Getur orðið sjálfsíkviknun í fólki, samanber móður Jakobs ærlega?

Í fyrsta kafla sögunnar Jakob ærlegur eftir enska rithöfundinn Frederick Marryat (1792-1848), segir frá drykkfelldri móður aðalsöguhetjunnar. Þegar yngri bróðir Jakobs drukknar huggar faðir Jakobs eiginkonu sína með því að færa henni stóran tebolla af gini. Eins og segir í sögunni þurfti hún að „fá nokkrum sinnum ...

Nánar

Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsi...

Nánar

Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?

Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...

Nánar

Hvað eru húsbréf og hvernig fara viðskipti með þau fram?

Húsbréf eru skuldabréf sem Íbúðalánasjóður gefur út. Þau eru ýmist til 25 eða 40 ára og bera fasta vexti auk verðbóta. Áður voru húsbréf gefin út á pappír en nú eru þau rafræn. Þau eru skráð í Kauphöll Íslands og ganga kaupum og sölu eins og hver önnur verðbréf. Hægt er að kaupa og selja þau fyrir milligöngu ýmiss...

Nánar

Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...

Nánar

Hvernig er tilraun Millikans framkvæmd?

Árið 1909 gerði bandaríski eðlisfræðingurinn Robert Andrews Millikan (1868-1953) tilraun í þeim tilgangi að ákvarða rafhleðslu rafeindar. Hann uppgötvaði um leið að sú hleðsla væri smæsta eining hleðslu, það er að segja að hleðslur væru skammtaðar. Það þýðir að sérhver rafhleðsla er heilt margfeldi af einingarhleð...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um litningavíxl?

Litningavíxl verða eftir því sem best er vitað hjá öllum þeim lífverum sem æxlast með kynæxlun en þau verða líka hjá bakteríum og veirum. Dýr og háplöntur sem hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum, eru tvílitna, þurfa að helminga litningafjöldann við myndun kynfrumna. Þetta gerist við rýriskipti...

Nánar

Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?

Spurningin snýst í raun ekki síst um skilgreiningu á hugtakinu siðmenning. Mannfræðingar fást við kanna menningu. Menning er hér notað um hugtakið „culture“ sem algengt er í mörgum tungumálum af indóevrópskum uppruna. Innan mannfræðinnar er hugtakið menning notað þegar þekkingu er miðlað milli kynslóða og þá um al...

Nánar

Fleiri niðurstöður