Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3424 svör fundust

Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?

Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...

Nánar

Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru...

Nánar

Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?

Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir grís...

Nánar

Hvenær tóku Íslendingar upp á því að baka laufabrauð?

Ekkert er vitað með vissu um upphaf laufabrauðs á Íslandi. Að öllum líkindum kom verkþekkingin, að hnoða saman vökva og mjöli, fletja það svo út og steikja í fitu, með því fólki sem fluttist til landsins í upphafi búsetu. Það sem aðgreinir laufabrauð frá öðru steiktu mjölmeti er kringlótta lagið, áferðin, það e...

Nánar

Hvað er kínversk lífsspeki?

Ekki er fyllilega ljóst hvers kyns svar er hægt að gefa við þessari spurningu. Við hvað er til dæmis átt við með hugtakinu „lífsspeki“? Er það einhvers konar samþjöppuð viska sem unnt er að tjá í örfáum orðum? Er þá gert ráð fyrir því að til sé einhver ein kínversk lífsspeki, líkt og svarið „42“ sem gefið var við ...

Nánar

Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég var að lesa grein um það af hverju má ekki taka upp ný ættarnöfn og langar í framhaldinu til að spyrja af hverju maður má ekki taka upp ættarnafn ættar sinnar þegar það hefur ekki verið nýtt af 2 ættliðum? Hvaða rök eru fyrir því? Í stuttu máli má segja að rökin fyrir...

Nánar

Er 666 tala djöfulsins?

Síðasta rit Biblíunnar kallast Opinberunarbókin. Hún tilheyrir bókmenntagrein sem nefnist heimsslitafræði (e. eschatology) en það hugtak er haft um texta sem boða endalok heimsins eins og hann er. Stundum er einnig sagt frá uppkomu nýs heims í slíkum textum. Í Opinberunarbókinni er mikið af talnaspeki (e. numer...

Nánar

Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?

Hér er einnig svarað spurningunum:Fá allir krakkar hlaupabólu? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu? Það er ekki víst að allir krakkar fái hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. Hlaupabóla orsa...

Nánar

Af hverju eru hundar stundum grimmir og stundum góðir?

Hundurinn er talinn með elstu húsdýrum mannsins og ræktuð hafa verið mörg hundakyn eftir þeim notum sem menn hafa viljað hafa af hundunum. Hundar eru náskyldir úlfum og menn hafa notfært sér eiginleika úlfsins við ræktunina. Í fjárhundum hefur áherslan í ræktuninni verið á þann eiginleika eða atferli úlfsins að...

Nánar

Á hvaða árstíma gagga tófur aðallega?

Tófan er einfari (e. solitary) en félagskerfi tegundarinnar byggir á einkvæni og óðalshegðun. Algengasta fyrirkomulagið er að parið heldur saman svo lengi sem bæði lifa en mökun fer fram í mars. Samskipti fara fram með lyktarskilaboðum, sem eru yfirleitt þvagmerki eða með því að nudda lyktarkirtli sem staðsettur e...

Nánar

Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar. Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers ...

Nánar

Af hverju er hægt að þjappa lofti saman en ekki vatni?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að þjappa vökva, líkt og lofti? Loftið í kringum okkur inniheldur um 78% köfnunarefni og 21% súrefni, auk annarra lofttegunda sem eru um 1%. Það sem einkennir loft (ekki bara andrúmsloftið heldur líka hreinar lofttegundir) er að það er afar gljúpt, það er að segja rúmmá...

Nánar

Hvers vegna dó risahákarlinn megalodon út?

Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon, Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon. Þessir hákarlar voru náskyldir hinum alræmda hvíthákarli eða hvítháfi (Carcharodon carcharias) sem er eina núlifandi tegund Carcharodon-ættkvíslar...

Nánar

Fleiri niðurstöður