Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3423 svör fundust

Hver er munurinn á því að vera kiðfættur og hjólbeinóttur?

Í stuttu máli má segja að annað sé að hafa göngulag sem líkist göngulagi kiðlings og hitt að ganga eins og kúreki. Sá sem er kiðfættur eða refbeinóttur gengur með hnén þéttar saman en ökklana, ökklarnir vísa út miðað við hnén. Það að vera hjólbeinóttur, hjólfættur eða kringilklofa er öfugt við það að vera kiðfæ...

Nánar

Hvað er jörðin þung?

Massi jarðar er 5,98 * 1024 kg, það er að segja 5,98 milljón trilljónir kílógramma. Til samanburðar má geta þess að stærsta gufueimreið sem byggð hefur verið, Big Boy í Bandaríkjunum, vó 550 tonn. Til þess að vega upp á móti massa jarðarinnar þyrfti 11 milljarða milljarða slíkra eimreiða. Um ástæðuna ti...

Nánar

Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?

Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...

Nánar

Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa?

Slanguryrðið steypa í merkingunni 'vitleysa, bull' er sennilega íslenskt að uppruna. Að öllum líkindum er verið að líkja innihaldi höfuðkúpunnar við hinn gráa massa sem steypan er. Fyrir um tíu til fimmtán árum var algengt að segja að einhver hefði „steypu í hausnum." Nú virðist algengara að tala um að eitthvað sé...

Nánar

Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?

Erfðaefni eða DNA eineggja tvíbura er eins. Faðernispróf nútímans byggjast á því að rannsaka erfðaefnið. Eineggja tvíburar koma því eins út á slíku faðernisprófi. Þetta á líka við um faðernispróf sem gerð voru fyrr á árum. Þá voru einkum notaðar blóðflokkar í slíkum prófum en þeir ganga í arf eftir einföldum re...

Nánar

Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?

Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'. Í báðum merkingunum er sögnin áhr...

Nánar

Er til fleyg mörgæsategund?

Mörgæsir eru af flokki fugla sem nefnist á latínu Sphenisciformes, og tilheyra ættinni Spheniscidae. Ættin telur alls 17 tegundir og lifa þær allar á suðurhveli jarðar. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa tapað hæfileikanum til að fljúga, en flestar tegundirnar lifa á mjög afskekktum eyjum í suðurhöfum þar sem...

Nánar

Hvernig varð fyrsta efnið til úr engu? (fyrst það var ekkert í byrjun)

Þessi spurning er auðvitað ekki auðveld viðureignar. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að "ekkert" hafi verið í byrjun þó að við vitum kannski ekkert um það. Í öðru lagi getur efni orðið til úr "engu", það er að segja að efni getur orðið til þar sem ekkert efni var fyrir. En til þess þarf hins vegar orku og þannig ...

Nánar

Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?

Vatnsafl og jarðhiti eru helstu orkulindir Íslendinga. Í svari Braga Árnasonar við spurningunni Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar? er meðal annars fjallað stuttlega um orkubúskap Íslendinga í dag. Þar segir:Vatnsorka sem talið er hagkvæmt að virkja er um 30 TWh á ári. Þar af voru í árslok 1999...

Nánar

Hvort vatnið er stærra, Þórisvatn eða Þingvallavatn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? er Þórisvatn 83-88 km2 að flatarmáli (eftir því hversu mikið er í lóninu) en Þingvallavatn 82 km2 ef miðað er við upplýsingar af heimasíðu Landmælinga Íslands. Hins vegar segja aðrar heimildir að Þingvallavatn sé stærra en þarna ...

Nánar

Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?

Í fornu máli var algengast að þágufall af töluorðinu tveir væri tveim þótt myndin tveimr komi fyrir. Sænski málfræðingurinn Adolf Noreen taldi að tveim væri gömul tvítölumynd en tveimr væri samræmismynd við þrimr (síðar þremur) og er það mjög sennilegt. Sú mynd þekkist frá því fyrir 1200. Í nútímamáli eru báð...

Nánar

Er til fleirtala af bókstafnum A?

Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja s...

Nánar

Hvað er þetta „trútt“ sem þú getur um talað?

Orðmyndin trútt í orðasambandinu að geta trútt um talað er hvorugkyn lýsingarorðsins trúr ‘dyggur, tryggur, öruggur, áreiðanlegur’. Hún er í orðasambandinu notuð sem atviksorð. Merking atviksorðsins er ‘trúverðuglega’, það er unnt er að trúa því sem sagt er. Hægt væri að segja: ,,Verkfræðingurinn gat trútt um ...

Nánar

Fleiri niðurstöður