Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3423 svör fundust

Er mögulegt samkvæmt flekakenningunni, að Ísland verði einhvern tíma tvö lönd, Egilsstaðir öðrum megin og Ísafjörður hinum megin?

Möttulstrókurinn undir Íslandi heldur landinu uppi, ef svo má segja, og sennilega á hann sinn þátt í gliðnun Atlantshafsins. En hugsum okkur að „slökknaði á“ möttulstróknum en gliðnun héldi áfram. Þá mundi þrennt gerast:Austur- og Vesturland ræki hvort frá öðru, lítil kvika kæmi upp milli flekanna tveggja, og ...

Nánar

Af hverju sækjast ormar í mold?

Segja má að moldin sé kjörbúsvæði fyrir ánamaðka (orma). Þar fá þeir fæðu, vatn og skjól. Í moldinni nærast ánamaðkar á rotnandi plöntuleifum. Þeir eru mikilvægir fyrir niðurbrot lífrænna efna og hjálpa til við hringrás margra grundvallarfrumefna í vistkerfinu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað éta ...

Nánar

Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas?

Orðið banani er talið hafa borist til Evrópu með Portúgölum sem fluttu það með sér frá Gíneu á 16. öld. Þar mun það hafa verið notað í einni af mállýskum heimamanna. Sama er að segja um orðið ananas að það munu Portúgalar einnig hafa flutt með sér til Evrópu á 16. öld. Það er talið fengið úr indjánamálunum tupí og...

Nánar

Hver er munurinn á því að segja þvílíkur og hvílíkur?

Lítill munur er á merkingu orðanna hvílíkur og þvílíkur þegar þau eru notuð í merkingunni 'slíkur, þess konar' til þess að tjá undrun eða gremju: ,,þvílík/hvílík vitleysa“, ,,þvílíkur/hvílíkur asni“. Hvílíkur úrslitaleikur og þvílík tilþrif hjá Götze! Þvílíkur, eða fremur hvorugkynsmyndin þvílíkt, er notað ...

Nánar

Hvað er nöf þegar komið er fram á ystu nöf?

Nöf í þeirri merkingu sem spurt er um merkir annars vegar ‘klettasnös’ en hins vegar ‘endi á bjálka’. Snös er bjargbrún, klettanibba og þegar þangað er komið er betra að vara sig til þess að falla ekki fram af. Sama er að segja um þann sem situr á bjálka. Hann þarf að gæta sín að fara ekki fram af. Nöf merkir m...

Nánar

Hvort er það tukthús eða tugthús og hvaðan kemur orðið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er réttara að skrifa „tugthús“ eða „tukthús“? Finn það ekki með „G“ inni á Ritmálasafni Árnastofnunar. Sögnin tukta, einnig ritað tugta, er leidd af nafnorðinu tukt sem merkir ‘góðir siðir, siðvendni’. Sögnin merkir ‘refsa, siða’, til dæmis tukta einhvern til ‘siða e...

Nánar

Hvað er að fúlsa við einhverju og hver er uppruni sagnorðsins?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins að „fúlsa“, venjulega segir maður að maður fúlsi við einhverju en má maður líka segja að einhver fúlsi yfir einhverju? Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir um sögnina að fúlsa og alltaf með forsetningunni við (fúlsa við einhverju). E...

Nánar

Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?

Mörg spendýr geta verið hættuleg mönnum við vissar aðstæður. Almennt má segja að meðal spendýra skipta stærð, lífshættir og aðstæður einstaklingsins mestu máli. Þannig eru rándýr að jafnaði hættulegri en grasbítar af sömu stærð, stærri dýr eru hættulegri en minni dýr, hungruð rándýr hættulegri en södd, mæður með a...

Nánar

Er hægt að sanna að mengi rauntalna, R, taki enda?

Svarið er nei; fullyrðingin er röng og því ekki von að hægt sé að sanna hana. Rauntölur eru allar þær tölur sem unnt er að skrifa sem óendanlega summu eða til dæmis sem óendanlegt tugabrot. Þar á meðal eru tölur sem hægt er að skrifa sem endanlega summu því að við getum alltaf bætt núllum við slíka summu til a...

Nánar

Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?

Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlutum, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum notað í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta ...

Nánar

Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?

Í stuttu máli má segja að munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens sé flokkunarfræðilegur; annars vegar er verið að tala um tegund og hins vegar undirtegund eða deilitegund. Fræðimenn nota ákveðið kerfi til að skipta öllum lífverum niður í hópa sem síðan er skipt niður í smærri og nákvæmari einingar byg...

Nánar

Hver fann upp regnhlífina?

Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...

Nánar

Hvað er netkort og hver er munurinn á því og mótaldi? Hvort er betra?

Netkort er notað til að tengja tölvu inn á staðarnet eða nærnet (e. Local Area Network, LAN). Tölvan verður þá ein af mörgum tölvum á staðarnetinu og getur skipst á gögnum við hinar tölvurnar, prentað á prentara, eða komist á Internetið gegnum þá tölvu staðarnetsins sem er tengd "út". Sérhver tölva á staðarnetinu...

Nánar

Fleiri niðurstöður