Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 171 svör fundust

Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?

Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...

Nánar

Hvaðan kemur saltið? Er það sama saltið og er í sjónum?

Saltið sem við notum í matinn okkar er það sama og er í sjónum. Efnafræðingar nefna venjulegt matarsalt natrínklóríð, natríumklóríð eða NaCl. Mestur hlutinn af seltu sjávar er matarsalt eða um 77 prósent. Saltið er í raun kristallar sem líkjast teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir þv...

Nánar

Hvað veldur ókyrrð í háloftum?

Ókyrrð eða kvika er óregluleg hreyfing lofts og þá er yfirleitt átt við lóðrétta hreyfingu. Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og það er lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg. Þess vegna er ókyrrð í háloftum kölluð heiðkvika, á ensku clear air turbulence, skammstafað...

Nánar

Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?

Allt það sem við sturtum niður í klósettið fer út í neðanjarðarlögn sem er hluti af fráveitukerfi samfélagsins. Notað vatn flyst síðan eftir neðanjarðarlögninni til næsta viðtaka, sem er yfirleitt sjór eða á. Meginhlutverk fráveitukerfis er að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við sjúkdómsvaldandi örveru...

Nánar

Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...

Nánar

Hver gefur óveðri nafn?

Upprunalega spurningin var: Hver nefnir storma? Dæmi: Ciara, Dennis, Katrina og fleiri. Spyrjendur tiltaka sérstaklega þrjú nöfn, þau fyrstu tvö eru nöfn á lægðum eða óveðrum sem nýlega hafa verið í fréttum en Katrina var nafn á fellibyl. Fellibyljir myndast aðeins þar sem yfirborðshiti sjávar nær að minnst...

Nánar

Eru fiskar í Tjörninni í Reykjavík?

Hér er einnig svarað spurningunni: Gætuð þið sagt mér frá botnlífi Reykjavíkurtjarnarinnar? Lífríki Reykjavíkurtjarnar hefur tekið ýmsum breytingum í tímans rás. Í upphafi hefur Tjörnin verið sjávarlón sem sjórinn hefur stíflað með malarkambi og er hún talin hafa lokast af fyrir um 1200 árum. Lækurinn, útfall ú...

Nánar

Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?

Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...

Nánar

Þar sem rúmmál leggst ekki saman þegar vökvum er blandað er þá hlutfall af rúmmáli góð mælieining fyrir styrk vína?

Þegar einum vökva er hellt út í annan getur vel farið svo að rúmmálið verði minna en samanlagt rúmmál vökvanna var áður. Þetta er það sem spyrjandi hefur réttilega í huga og dæmi um það koma fram í svarinu hér á eftir. Þar kemur einnig í ljós hvernig menn komast fram hjá þessu með því að nota ákveðna og einræða sk...

Nánar

Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys?

Hafa skal í huga að mestur hluti þeirrar olíu sem berst í hafið kemur af landi og á það bæði við um tíðni og heildarmagn. Næst að tíðni og umfangi eru óhöpp sem verða við meðhöndlun olíu fyrir skip, bæði lestun og losun. Stærstu einstöku óhöppin sem vekja mesta athygli verða hins vegar þegar skip farast, stranda e...

Nánar

Hvers vegna lygnir oft á kvöldin?

Á flestum veðurstöðvum er meðalvindhraði í hámarki milli kl. 16 og 18, en síðan lægir nokkuð ört, mest milli klukkan 20 og 22. Að jafnaði er vindur hægastur undir morgun, á sumrin milli kl. 4 og 6. Að sumarlagi munar gjarnan um 2 m/s á meðalvindhraða dags og nætur, oftast þó meira í björtu veðri. Samfara breytingu...

Nánar

Getið þið sagt mér sögu Titanic?

Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...

Nánar

Hvernig eru fellibyljir flokkaðir?

Tjón sem fellibyljir geta valdið vex mjög með vaxandi vindhraða. Fellibylur þar sem mesti meðalvindhraði er 70 m/s veldur margföldu tjóni á við annan þar sem mesti vindhraði er 35 m/s. Umfang viðbragða ræðst því af hugsanlegum styrk þegar fellibylurinn gengur á land. Af hagkvæmnisástæðum hefur verið búinn til fimm...

Nánar

Er sjósund í köldum sjó hollt?

Sjósund hefur ekki verið rannsakað mikið og því er lítið hægt að fullyrða um hollustu eða skaðsemi þess. Sjósund reynir á líkamann og almennt gildir að mátuleg áreynsla er holl. Regluleg og hæfileg áreynsla framkallar aðlögun í líffærakerfum okkar og það hefur sýnt sig að þannig er hægt auka lífslíkur og draga úr ...

Nánar

Fleiri niðurstöður