Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 97 svör fundust

Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900?

Í gagnagrunn Veðurstofunnar er skráð 3751 færsla frá árinu 1900 þar sem eitthvert tjón varð vegna snjóflóða. Í mörgum tilfellum er einungis um að ræða tjón á girðingum eða jafnvel bara að flóðið lokaði vegi. Á Íslandi hefur beint efnahagslegt tjón af völdum snjóflóða verið nálægt 7 milljörðum króna frá árinu 19...

Nánar

Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?

Ekki er vitað um marga skjálfta með upptök á Reykjanesskaga sem valdið hafa skaða. Áhrifamestur var stærsti skjálftinn sem þar hefur mælst, en hann varð í Brennisteinsfjöllum í júlí 1929, af stærðinni 6,2. Hans gætti nokkuð í Reykjavík, þar sem einhverjar skemmdir urðu á húsum, bæði hlöðnum og steyptum, sprungur ...

Nánar

Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?

Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mæld...

Nánar

Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs?

Hér er einnig svarað spurningunum: Ef Snæfellsjökull gýs eyðileggst Ólafsvík?Ef Snæfellsjökull gýs verður þá jarðskjálfti í Grundarfirði og hversu stór? Verði eldgos í Snæfellsjökli má fullyrða að allir bæir undir hlíðarfæti jökulsins séu í hættu. Með öðrum orðum, öllum mannvirkjum og byggðum bólum frá Ólafsvík ...

Nánar

Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?

Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Auðleyst flúorsambönd sogast fljótt og nær algjörlega frá meltingarvegi og finnast eftir ...

Nánar

Hvað er riðuveiki í sauðfé?

Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til e...

Nánar

Hvað veldur storknun blóðs?

Undir eðlilegum kringumstæðum helst blóð fljótandi á meðan það er innan æða. Ef blóð er tekið úr líkamanum og ekki meðhöndlað á viðeigandi hátt þykknar það aftur á móti og myndar kökk. Með tímanum skilst kökkurinn frá vökvanum. Gulleitur vökvinn kallast blóðvatn eða sermi og er blóðvökvi án storknunarprótína. Kökk...

Nánar

Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?

Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...

Nánar

Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) finnast í húsum hér á landi. Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mælikvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausa...

Nánar

Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?

Til þess að lifa af veturinn þurfa tré að gera ráðstafanir til að forðast skemmdir, einkum þær sem gætu orðið þegar vatn frýs. Vatn er undirstaða í lífi trjáa sem og allra annarra lífvera. Vatn er notað til að flytja næringarefni úr jarðvegi upp í tréð. Afurðir ljóstillífunar eru fluttar í vatnslausn um tréð. Ö...

Nánar

Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?

Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja se...

Nánar

Af hverju er DNA-sameindin gormlaga?

DNA sameindir í litningum dýra,plantna og baktería eru tvíþátta gormar. Einþátta DNA-sameindir eru þó ekki óþekktar því þær koma fyrir sem erfðaefni vissra veira. Byggingarefni DNA-sameinda eru svonefnd kirni sem sett eru saman úr sykrunni deoxyríbósa, fosfati og niturbasa. Niturbasar kirna eru ferns konar, ade...

Nánar

Af hverju skilja sár eftir sig ör?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju koma ör á húðina, af hverju nær hún ekki að endurnýja sig og af hverju er sagt að ör komi ef maður kroppar í sár? Myndun öra er eðlilegur þáttur í því líffræðilega ferli sem á sér stað þegar sár í húð og öðrum vefjum líkamans gróa. Allir áverkar eftir slys, sjúkdóma...

Nánar

Hvað er Langanesveiki?

Langanesveiki er arfgeng sjónu- og æðuvisnun (e. Sveinsson’s chorioretinal atrophy) sem fyrst var lýst af Kristjáni Sveinssyni augnlækni árið 1939. Hún hefur mjög skýrt og ríkjandi erfðamynstur og einstaklingar sem erfa stökkbreyttan erfðavísi frá öðru foreldri fá sjúkdóminn en aðrir ekki. Langanesveiki lýsir ...

Nánar

Fleiri niðurstöður