Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 244 svör fundust

Hvað eru fjölmiðlar?

Sagt hefur verið að það sé álíka erfitt að skilgreina fjölmiðil eins og að skilgreina stól. Flestir telja sig hafa nokkuð góða hugmynd um hvernig stóll lítur út en erfiðara getur reynst að tilgreina nákvæmlega hvaða eiginleika hann þarf að hafa til að geta talist stóll. Það sama gildir um fjölmiðla; flestir vita v...

Nánar

Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?

Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...

Nánar

Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir?

Undirliggjandi sjúkdómar eru sjúkdómar, oftast langvinnir, sem geta haft áhrif á afdrif viðkomandi sjúklings þegar aðrir sjúkdómar eða læknismeðferð koma til sögunnar. Þetta hefur oft borið á góma í umræðunni um kórónuveirufaraldurinn og þá sérstaklega um það hvort einhverjir undirliggjandi sjúkdómar hafi áhrif á ...

Nánar

Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?

Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...

Nánar

Hvernig fara plöntur að því að verjast skordýrum?

Þótt plöntur séu rótfastar og geti ekki flúið árás afræningja eru þær alls ekki varnarlausar. Plöntur nota mismunandi aðferðir til að verjast afræningjum og hefur maðurinn nýtt sér þekkingu á vörnum plantna til að rækta afbrigði af nytjaplöntum með innbyggðar varnir á sama hátt og gert hefur verið fyrir aðra ákjós...

Nánar

Geta hestar orðið þunglyndir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...

Nánar

Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist?

Gríska orðið kaþarsis þýðir "hreinsun" en hefur einnig verið þýtt "útrás". Sem bókmenntahugtak á það uppruna sinn að rekja til forngríska heimspekingsins Aristótelesar. Lærifaðir Aristótelesar, Platon, hafði gagnrýnt harkalega skáldin og skáldskapinn meðal annars með þeim rökum að skáldskapur kynti undir óæskil...

Nánar

Eru vínber raunverulega ber?

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Eru vínber raunverulega ber? Á íslensku inniheldur orðið vínber augljóslega ber en yfirleitt er það ekki þannig í erlendum tungumálum. Síðan er mjög mismunandi eftir því hvar maður leitar hvert svarið við þessari spurningu er. Auk þess hef ég tekið eftir því að það er mi...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgre...

Nánar

Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?

Upprunalega spurningin var: Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti? Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum e...

Nánar

Hvað er kynlíf?

Hér á landi höfum við iðulega verið í vanda með að þýða hugtök á sviði kynlífs. Þetta sést til dæmis ef við flettum upp á orðinu 'kynlíf' í Orðabók Menningarsjóðs. Þar er engin skýring gefin heldur einungis sýnt samheitið 'kynferðislíf' og nefnd samsettu orðin 'kynlífs-fræðsla, -hegðun'. Hugtakið kynlíf (sexua...

Nánar

Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?

Þessi orð eru notuð bæði í fræðilegu samhengi og í daglegu máli, og merkja þá ekki nákvæmlega hið sama. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (vegetables). Í daglegu tali er tilhneigingin sú að það sem menn neyta án matrei...

Nánar

Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?

Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsp...

Nánar

Fleiri niðurstöður