Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 234 svör fundust

Hvenær var eldspýtan fundin upp?

Árið 1805 var fyrst reynt að kveikja eld með nokkurs konar eldspýtu. Þá uppgötvaði Frakkinn Jean Chancel að ef mjórri spýtu með blöndu af kalíumklórati, sykri og gúmmí var stungið ofan í brennisteinssýru, kviknaði á spýtunni. Áður hafði eldur verið kveiktur með ýmsum hætti. Hægt var að kveikja í eldfimu efni me...

Nánar

Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?

Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...

Nánar

Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?

Rétt er að taka fram strax í upphafi að orðið samfarir er yfirleitt ekki notað um þá athöfn dýra, annarra en mannsins, að parast og fjölga sér. Frekar er talað um æxlun eða mökun. Hjá skjaldbökum fer frjóvgun fram innvortis líkt og hjá öllum landhryggdýrum öðrum en froskum (sjá svar við spurningunni Hvernig æx...

Nánar

Hvenær uppgötvuðu menn fyrst segla?

Ekki er hægt að slá því föstu hvenær menn uppgötvuðu fyrst segla. Aftur á móti er talið að menn hafi gert sér grein fyrir virkni segla um árið 500 f.Kr. í Grikklandi, Indlandi og Kína. Um það leyti hófst notkun á seglum við skurðaðgerðir í Indlandi. Á 12. öld hófu Kínverjar notkun á segulnál í áttavita til sigling...

Nánar

Af hverju var Alþingi stofnað?

Það hefur tíðkast frá ómunatíð víðs vegar um heiminn að menn komi saman á þing til að ráða ráðum sínum, setja lög og dæma í málum manna. Til er sú skoðun að slíkt almannavald sé eldra og upphaflegra en vald fárra og tiginna stjórnenda eins og konunga. Aþeningar hinir fornu, sem löngum hefur verið litið til sem fyr...

Nánar

Hvers vegna eru afbrotamenn settir í fangelsi?

Fangelsi er tiltölulega nýtt úrræði til lausnar á vanda vegna afbrota í samfélaginu. Franski þjóðfélagshugsuðurinn Michel Foucault hélt því fram að refsingar hafi áður fyrr beinst að líkamanum en síðan hafi sálin tekið við sem viðfang refsingarinnar. Þetta birtist okkur í margvíslegum líkamlegum refsingum fyrri tí...

Nánar

Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?

Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur. Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af ...

Nánar

Hvernig lifir kakkalakki af kjarnorkusprengju?

Kakkalakkar þola margfalt meiri geislun en flestar aðrar lífverur og mun meiri geislun en spendýr. Mælingar sýna að þeir þola 130 sinnum meiri geislun en menn. Ekki er nákvæmlega vitað af hverju þeir þola alla þessa geislun en flestir vísindamenn telja að ástæðuna megi rekja til byggingar litninga kakkalakkanna, s...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um morfín?

Morfín er helsta virka efnið í ópíumi en ópíum er unnið úr aldini ópíumvalmúans (Papaver somniferum). Þegar ópíum er ræktað er skorið á aldinið og út vætlar safi sem látinn er þorna í sólinni. Þegar efnið þornar verður það að gulbrúnu dufti sem síðan er skafið af aldininu. Ópíum er unnið úr þurrkuðum safa ópíum...

Nánar

Hvað er raddþekking í tölvum og hvernig virkar hún?

Svarið er miðað við að með „raddþekkingu“ eigi spyrjandi við það sem á ensku kallast „voice recognition“ eða „speaker identification“ fremur en „speech recognition“ („talgreining“). Með raddþekkingu í tölvum er átt við það þegar reynt er að nota tölvu til að greina hver talar. Algengt er að slíkt sé notað við ...

Nánar

Hvort kom á undan eldspýtan eða kveikjarinn?

Kveikjarinn kom fyrst fram árið 1823 en eldspýtan eins og við þekkjum hana í dag, nokkrum árum seinna. Áhöld sem líkjast eldspýtunni hafa hins vegar verið til í aldaraðir. Til dæmis er vitað að árið 577 e.Kr. notuðu konur við hirð norður Qi-ríkisins í Kína lítil prik með brennisteini á endanum til þess að kvei...

Nánar

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...

Nánar

Fleiri niðurstöður