Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 200 svör fundust

Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?

Orðasambandið að stinga tólg er undir flettunni tólg í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924. Við dæmið setur Sigfús Árn. sem er skammstöfun fyrir Árnessýsla. Hann hafði orðið sem sagt úr mæltu máli. Þegar vísað er til landshluta eða sýslu í orðabókinni er heimildin oftast sótt til vasabóka Bj...

Nánar

Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar?

Veggir hjartans eru gerðir úr þremur meginlögum. Mest fer fyrir miðlaginu sem er hjartavöðvinn (e. myocardium). Hann er gerður úr sérstökum hjartavöðvavef. Utan um hjartavöðvann er þunn hjartahimna (e. epicardium) gerð úr bandvef og fituvef. Fyrir innan hjartavöðvann er örþunnt og slétt hjartaþelið (e. endocardium...

Nánar

Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?

Á vefsetri fyrirtækisins Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin er að finna ýmsar tölur og upplýsingar um göngin. Þar kemur til dæmis fram að heildarlengd þeirra er 5,8 kílómetrar og þar af eru 3,8 km undir sjó. Hallinn að sunnanverðu er minni en í Kömbunum og hallinn að norðanverðu er svipaður og í Bankastræti í...

Nánar

Hvernig voru loðfílar?

Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að l...

Nánar

Er heimspeki tilgangslaus?

Stutta svarið við spurningunni er: Nei, en það veltur samt eiginlega á þér. Þegar maður veltir spurningunni fyrir sér vakna fleiri spurningar: Hvað er tilgangur? Hvaðan kemur tilgangur? Hvers konar hlutir geta haft tilgang? Það virðist vera grundvallarmunur á að spyrja um tilgang til dæmis smíðisgripa annars ve...

Nánar

Hvernig er álpappír búinn til?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til. Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þyk...

Nánar

Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?

Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Þær stærstu eru í kringum 2-3 mm í innra þvermáli en greinast síðan í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar. Vinstri kra...

Nánar

Hvers vegna kemur olíubrák á vatn?

Í fullri lengd var spurningin sem hér segir:Allir vita að þegar að olía blandast vatni þá kemur regnbogalituð brák á vatnið. Hvað veldur þessari brák og hversvegna er hún endilega regnbogalituð?Olía er eðlisléttari en vatn og leysist ekki upp í því. Þess vegna flýtur olían á vatni í flekkjum og myndar þunnar himnu...

Nánar

Hvernig varð Grímsey til?

Grímsey er gerð úr blágrýtislögum sem halla um 3° til suð-vesturs. Það bendir til þess að hraunin hafi runnið úr gosbelti þar sem nú er Eyjafjarðaráll og síðar varð óvirkt er gosvirknin fluttist til norð-austurs. Eyjan (bergið) er um 1 milljón ára, nefnilega frá ísöld. Hraunin eru holufyllt, í kabasít-zeólítabe...

Nánar

Hvað eru margar sólir í Vetrarbrautinni?

Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum? kemur fram að talið er að sólstjörnurnar í Vetrarbrautinni séu á bilinu 100-400 milljarðar. Hægt er að lesa meira um Vetrarbrautina í svari Sævars Helga við spurningunni Hvað er vetrarbrautin okkar stór? Það kemur meðal ...

Nánar

Hvað getur ísbjörn hlaupið hratt?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ekki kunnir fyrir mikil langhlaup þar sem þeir ofhitna auðveldlega enda hafa þeir þykkan feld og eru oftast með þykkt fitulag að auki. Ísbjörn á ferð.Engu að síður geta þeir verið snarir í snúningum þegar svo ber undir, sérstaklega þegar þeir þurfa að taka stutta og kröftuga spre...

Nánar

Hversu þykk er jarðskorpan?

Ysti hluti jarðarinnar kallast jarðskorpa. Þykkt hennar er á bilinu 6-40 km, eftir stöðum á jörðinni. Meðalþykkt hennar er um 17 km sem er um það bil 0,2% af geisla (radíus) jarðar sem er 6370 km. Mynd sem sýnir gerð jarðarinnar með tölum til hliðsjónar Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver er me...

Nánar

Fleiri niðurstöður