Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 536 svör fundust

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...

Nánar

Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún?

Tíska og margt sem henni tengist er sannkallað stórveldi í viðskiptaheiminum og hluti af öflugu markaðs- og neyslukerfi nútímans. Tískuframleiðsla og allt umhverfi tískunnar hefur um árabil þróast í þá átt að verða að einni mikilvægasta tekjulind öflugustu ríkja heims. Fastmótuð menning sem er inngreypt í hagkerfi...

Nánar

Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?

Það er engin leið að segja til um hversu margir búa nákvæmlega í Kína, ekki frekar en það er hægt fyrir flest önnur lönd. Í fámennu vestrænu landi eins og okkar er það kannski ekki ýkja flókið að halda utan um upplýsingar um fólksfjölda en samt sem áður getum við ekki vitað upp á hár hversu margir búa hér á landi ...

Nánar

Af hverju skipta laufblöð um lit á haustin?

Grænn litur laufblaða stafar af litarefninu blaðgrænu (e. chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum laufblaðanna. Í grænukornunum fer ljóstillífun fram, en blaðgrænan gegnir þar lykilhlutverki. Önnur litarefni, svokölluð karótín, eru einnig til staðar í grænukornum og taka þátt í ljóstillífun. Plöntur eru mjög...

Nánar

Hvað er 0%1?

Spurninguna má ef til vill skilja á tvennan hátt. Verið getur að spyrjandi vilji vita hvað sé 0 prósent af 1, og þá er svarið 0. Orðið 'prósent' þýðir bókstaflega 'af hundraði' og segir þannig til um hversu marga hundraðshluta maður hefur af tiltekinni heild (í þessu tilfelli er heildin 1). 0 prósent merkja því að...

Nánar

Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?

Á jörðinni er afar fjölbreytt dýralíf og um þessar mundir eru þekktar um 1,5 milljónir dýrategunda. Innan dýraríkisins (Animalia) skiptast tegundirnar í mjög ólíka hópa dýra sem aðskildust tiltölulega snemma í þróunarsögunni. Dýr skiptast fyrst í fylkingar hryggleysingja (Protochordata) og seildýra (Chordata)m en ...

Nánar

Hvað eru margar reikistjörnur til?

Jörðin er ein af reikistjörnunum og auk þess sjáum við samtals fimm reikistjörnur með berum augum á himninum: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þeim er þá raðað eftir fjarlægð þeirra frá sól og er jörðin á milli Venusar og Mars í röðinni. Þannig vitum við samtals um sex reikistjörnur í sólkerfi okkar án...

Nánar

Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum?

Í fyrsta lagi eru um 6000 stjörnur sýnilegar á næturhimninum með berum augum. Við sjáum þó aldrei nema helminginn af þeim í einu af því að helmingur himinsins er fyrir neðan sjóndeildarhring. Sjá nánar um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu? Í ...

Nánar

Hvernig verður veðrið til?

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum? er ágætis útskýring á því hvað orsakar veður. Þar segir meðal annars: Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstraumur eða hreyfing ...

Nánar

Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?

Klukkur hafa alls ekki alltaf verið til. Áður en þær komu til sögu höfðu menn samt ýmis ráð til að fylgjast nægilega vel með tímanum, miðað við þá lífshætti sem þá tíðkuðust. Það þarf til dæmis ekki klukku til að vakna þegar dagur er risinn eða fara að sofa þegar dimmir. Og ef sumarnóttin er björt má kannski bara ...

Nánar

Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skilgreinum mannætur. Ef spyrjandi á við ættbálka sem leggja sér mannakjöt til munns, þá er svarið við spurningunni að ekki eru lengur til ættbálkar sem eru mannætur. Mannát tíðkaðist þó sums staðar, meira að segja langt fram á síðustu öld. Mannfræðingar hafa ...

Nánar

Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?

Þessari spurningu er erfitt að svara svo að öllum líki. Fyrir því eru margar ástæður. Málið er viðkvæmt af því að mörgum finnst það snerta grundvallaratriði í lífsskoðunum sínum. Það getur bæði átt við þá sem eru trúaðir sem kallað er og líka hina sem telja sig ekki trúaða. Eins getur svarið líka oltið að nokkru l...

Nánar

Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?

Þyngsta svín sem mælst hefur var Big Bill sem árið 1933 mældist 1,157 kg. Þetta met stendur enn í dag þó nokkur svín hafi gert heiðarlega atlögu að því að slá metið. Eigandi Big Bill var Elias Buford Butler og komu þeir frá Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum. Big Bill missti hins vegar af stóra tækifærinu til fræ...

Nánar

Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?

Það getur stundum verið erfitt að skilja hugtakið endalaust eða óendanlegt. Flestir sætta sig þó við að náttúrlegu tölurnar eru endalausar. Ef við byrjum að telja, 1,2,3,4 ... þá getum við í raun haldið áfram eins lengi og okkur endist ævin, því það er alveg sama hversu háa tölu við nefnum, við getum alltaf lagt 1...

Nánar

Fleiri niðurstöður