Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 536 svör fundust

Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?

Hér er einnig svarað spurningunni Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði? Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur. Á einum mánuði kemst ...

Nánar

Hvenær komu fyrstu takkaskórnir?

Að því er menn best vita var fyrst ritað um fótboltaskó árið 1526 en þá pantaði Hinrik VIII Englandskonungur eitt leðurpar til fótboltaiðkunar. Á 19. öldinni varð fótbolti sífellt vinsælli meðal almennings í Bretlandi. Þrátt fyrir að konungurinn hafi pantað sér fótboltaskó um þremur öldum áður notuðu menn þó ekki ...

Nánar

Hvað eru vísindi?

Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram ...

Nánar

Er líf á öðrum stöðum en jörðinni?

Menn hafa lengi velt lífi í geimnum fyrir sér enda er geimurinn gríðarstór. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund hversu stór alheimurinn er en meira má lesa um það í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? Í okkar sólkerfi eru 8 reikistjörnur, þar á m...

Nánar

Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?

Vatn og bensín eru bæði vökvar við stofuhita. Vatn er einungis byggt upp af vatnssameindum og er því hreint efni. Nánar til tekið er vatn efnasamband (e. chemical compound) sem hefur efnaformúluna H2O. Vatnsameindir eru því samsettar úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bensín er hins vegar efnab...

Nánar

Eru ljóskur heimskar?

Fólk með ljóst hár er ekkert heimskara en fólk með dökkt eða rautt hár enda eru engin tengsl milli háralitar og greindarfars. Bæði er vísað til útlits og ákveðinna einkenna í fari fólks þegar sagt er að einhver sé ljóska. Ljóskur eru oftar en ekki sætar og kynþokkafullar, einfaldar, barnalegar og ósjálfstæðar. Enn...

Nánar

Af hverju er lykt af prumpi og hver fann upp orðið prump?

Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi. Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump. Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum en öðrum ekki. Lyktin sem fylgir oft vindgangi...

Nánar

Hvað er hæsta lifandi vera há?

Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...

Nánar

Hvað er mannkynið gamalt?

Hér er gengið út frá því að átt sé við hvenær Homo, ættkvísl manna, hafi komið fram. Í svari við spurningunni: Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið? eftir Haraldur Ólafsson kemur meðal annars fram að talið sé að fyrir fimm til sex milljónum ára hafi verið komin fram í Afríku tegund sem þróaðist t...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Haukur Ingi Jónasson rannskað?

Haukur Ingi Jónasson er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og formaður stjórnar MPM-náms skólans. Hann hefur komið að margþættum rannsóknum á sviði stjórnunarfræða og er meðhöfundur sex bóka á íslensku (JPV) og fimm bóka á ensku (Routledge/Taylor and Francis). Haukur hefur meðal annars átt í ranns...

Nánar

Hver fann upp táknmálið?

Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:Táknmál er ekki alþjóðlegt h...

Nánar

Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?

Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ...

Nánar

Fleiri niðurstöður