Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 77 svör fundust

Hvers konar sjúkdóma getur erfðafræði ráðið við?

Svarið við þessari spurningu kann að vera nokkuð umdeilt. Hér verður því haldið fram að þekking á erfðafræði sjúkdóma geti komið að haldi í baráttunni gegn velflestum sjúkdómum þó að hún geti hins vegar væntanlega ekki "ráðið við" þá ein og sér. Þessi þekking er þó ekki skilvirkasta vopnið að svo stöddu gegn þeim ...

Nánar

Hvers vegna þróaðist lýðræði í Aþenu til forna?

Erfitt er að gefa ákveðið svar við þessari spurningu og raunar eru fræðimenn ekki allir á eitt sáttir um nákvæmlega hvenær aþenska lýðræðið varð til, hvað þá hvers vegna. Ef til vill er rétt að byrja þá sögu á Sóloni sem kom á ýmsum breytingum á stjórnkerfi og samfélagi Aþeninga snemma á 6. öld f.Kr. Það er ómögul...

Nánar

Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld?

Í stuttu máli þá hafa hvítabirnir (Ursus maritimus) á ísöld lifað nálægt ísröndinni rétt eins og þeir gera í dag. Munurinn var aðeins sá að þá náði ísinn miklu sunnar en hann gerir nún. Miðað er við að ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum og skiptist hún í jökulskeið og hlýskeið. Síðasta jökulskeið hófst...

Nánar

Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?

Rúnin þurs var til í norrænu rúnaletri. Hún var einnig til í engilsaxnesku rúnaletri og hét þar þorn. Engilsaxar tóku hana upp í latínuletur sitt vegna þess að þá vantaði tákn fyrir tannmælt önghljóð, það er þau hljóð sem í íslensku eru skrifuð með ‘þ’ og ‘ð’. Íslendingar og Norðmenn tóku sennilega upp bókstafinn ...

Nánar

Hvað er tvíundakerfi og hver fann það upp?

Daníel Arnar spurði: Hvernig er reiknað í tvíundakerfi? og Ólafur Jón vildi fá að vita hvort erfitt væri að læra á tvíundakerfið í tölvum. Tvíundakerfið (e. binary numeral system) er talnakerfi eða sætiskerfi með grunntöluna 2. Þegar tala er rituð í tvíundakerfinu svarar hvert sæti til veldis af tveimur og getu...

Nánar

Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?

Upphafleg spurning hljóðaði svona: Hversu margar kjarnorkusprengjur hafa verið búnar til? Ómögulegt er að gefa upp nákvæma tölu yfir þær kjarnorkusprengjur sem búnar hafa verið til. Töluverð leyndarhyggja hefur ríkt um kjarnorkubirgðir ríkja en þó hafa Bandaríkin, Rússland, Bretland og Frakkland, að hluta til ...

Nánar

Hvers vegna drepa ljón blettatígra?

Tengsl tegunda í vistkerfi geta verið afar flókin. Það er ekki endilega víst að ljón (Panthera leo) drepi blettatígra (Acinonyx jubatus) sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu. Það er vel þekkt að ljón drepi blettatígra, bæði fullorðin dýr og hvolpa. Á svæðum í Afrí...

Nánar

Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs?

Keilusnið (e. conic sections) eru skurðferlarnir sem myndast þegar keila er skorin með sléttum fleti. Þessir skurðferlar geta orðið þrenns konar eftir því hvernig slétti flöturinn hallar og þannig fást þrjár ólíkar gerðir keilusniða: Sporbaugar (e. ellipse), fleygbogar (e. parabola) og breiðbogar (e. hyperbola). ...

Nánar

Af hverju fær maður blöðrubólgu?

Blöðrubólgu er skipt í annars vegar bráða blöðrubólgu og hins vegar langvinna (króníska, e. chronic) blöðrubólgu. Bráð blöðrubólga Bráð blöðrubólga er mjög algeng og fá konur hana mun oftar en karlar. Jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum bráðrar blöðrubólgu. Sennile...

Nánar

Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?

Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann. ...

Nánar

Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?

Heimakoma (Erysipelas) er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sý...

Nánar

Fleiri niðurstöður