Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 873 svör fundust

Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð. Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um a...

Nánar

Hver var Díoskúrídes?

Pedaníos Díoskúrídes var forngrískur læknir og grasafræðingur sem starfaði í Róm um og eftir miðja fyrstu öld. Hann var frá Caesareu í Kilikíu í Litlu-Asíu en er iðulega kenndur við Anazarbos en það er yngra heiti á borginni. Gjarnan er talið að Díoskúrídes hafi verið læknir í rómverska hernum en ályktunin byggir ...

Nánar

Af hverju þarf maður að borða?

Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...

Nánar

Hvar endar heimurinn og hvernig er hann eiginlega í laginu?

Margir hafa áhuga á að vita hvað heimurinn er stór, hvort hann endi einhvers staðar og hvernig alheimurinn er eiginlega í laginu. Í svari við spurningunni Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars segir þar að alheimurinn geti bæði verið endanlegur og endala...

Nánar

Er jörðin alltaf að færast nær sólu?

Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...

Nánar

Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? er fjallað um mismunandi gerðir jarðskjálfta eftir flekasamskeytum. Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir...

Nánar

Eru geimverur stórar?

Menn hafa ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það. Einu geimverurnar sem við vitum um í dag erum við sjálf. Eða kannski allt það líf sem er og hefur verið á jörðinni...

Nánar

Hvernig gengur tíminn?

Þegar við notum orðalag eins og 'tíminn gengur' - til dæmis þegar við bendum keppendum í spurningakeppni á að þeir hafi ekki endalausan tíma til að hugsa sig um - þá erum við að beita myndmáli. Hugsunin er sú að tíminn sé eins konar vera sem hafi fætur og gangi áfram. Ef menn eru seinir á sér gengur hann okkur ...

Nánar

Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?

Gosefni, það er þau efni sem koma upp í eldgosum eru ýmist hraun, gjóska eða hvoru tveggja. Ef gosefnin eru nánast eingöngu hraun er talað um flæðigos eða hraungos. Dæmi um slíkt eru eldgosin á Kröflusvæðinu 1975-1984 en þar kom nær engin gjóska, bara hraun. Ef gosefnin eru að langmestu leyti gjóska er tal...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgre...

Nánar

Hvaðan kemur nafnið krossfiskur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið krossfiskur? Af hverju ekki stjörnufiskur? Elsta heimild um orðið krossfiskur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Ein stutt undirrietting um Íslands adskilianlegar náttúrur eftir Jón Guðmundsson lærða. Dæmið er svona: Krossfiskur og hagalfiskur...

Nánar

Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?

Tyrkjaránið er minnisstæður atburður sem átti sér stað sumarið 1627. Ránsmannaflokkar frá Norður-Afríku gerðu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum, drápu um 50 manns en tóku hátt í 400 manns herfangi sem þeir seldu á þrælamörkuðum í heimahöfnum sínum. Um 50 manns voru keyptir aftur heim með la...

Nánar

Er líklegt að loftsteinn klessi á jörðina og grandi henni og okkur?

Loftsteinar eru alltaf að lenda á jörðinni. Flestir steinanna eru þó það smáir að þeir brenna upp í lofthjúpnum. Líklega ná þó um 500 lofsteinar til jarðar daglega en fæstir finnast. Mestar líkur eru nefnilega á því að þeir lendi í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, til dæmis á Suðurskautslandinu. Árekstrar við s...

Nánar

Hvernig og hvenær urðu vísindi til?

Spurningin um það hvenær og hvernig vísindin urðu til er eitthvert forvitnilegasta umhugsunarefni vísindasögunnar og svör við henni eru vitanlega með ýmsu móti. Enda felst í henni spurningin Hvað eru vísindi? Ein kenning er sú að upphaf vísinda megi rekja til þess þegar maðurinn fór að búa til áhöld. Fyrstu áhö...

Nánar

Eru bessadýr á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru bessadýr á Íslandi? Hvað þola bessadýr mikið frost og hita? Tardigrade eða bessadýr, eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku, tilheyra fylkingu hryggleysingja. Bessadýr eru flokkur sérkennilegra og óvenjuharðgerðra smádýra sem flokkunarfræðingar hafa ekki ge...

Nánar

Fleiri niðurstöður