Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1079 svör fundust

Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?

Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ. Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum g...

Nánar

Hvernig er jafnan um flatarmál hrings sönnuð?

Oft er um margar leiðir að velja til að sanna mikilvægar niðurstöður í stærðfræði, og svo er einnig hér. Við veljum eftirfarandi aðferð: Skiptum hring með geisla (radía) r í geira út frá miðju á sama hátt og þegar hringlaga terta er skorin í tertuboði, utan hvað við höfum geirana mjög litla; látum stærð þeirra ...

Nánar

Hvað er Frakkland mörgum sinnum stærra en Ísland?

Flatarmál Íslands er um það bil 103 þúsund km2 (ferkílómetrar) en Frakklands um 544 þúsund km2. Frakkland er því um 5,28 sinnum stærri en Ísland. Þess má geta að Frakkland er þriðja stærsta land Evrópu á eftir Rússlandi og Úkraínu en Ísland lendir í 16 sætinu þegar löndum álfunnar er raða eftir flatarmáli. ...

Nánar

Hvernig skrifar maður „5 er stærra en 4“ með stærðfræðitáknum?

Með stærðfræðitáknum má skrifa „5 er stærra en 4“ sem „5 > 4“, og eins verður „5 er minna en 6“ að „5 < 6“. Eins og með svo margt annað í stærðfræði tekur nokkurn tíma að venjast þessum rithætti þannig að maður geti notað hann án umhugsunar. Þó eru til einhver heimilisráð til að minna sig á hvernig táknið ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?

Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórv...

Nánar

Hvað veldur stjörnuhrapi?

Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum. Við köllum þetta samheitinu geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum degi skella milljónir svona steina á lofthjúpi jarðar. Núningur við lofthjúpinn verður til þess að ge...

Nánar

Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?

Samkvæmt lögum nr. 115/1985 eru öll skip sem eru 6 m eða lengri skráningarskyld. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með skráningunni. Á hverju ári er gefin út heildarskrá fyrir íslensk skip sem byggð er á þessari skráningu og þar er að finna ýmsar upplýsingar sem áhugafólki um skip og báta gætu þótt forvitnilega...

Nánar

Hvert er stærsta blóm í heimi?

Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...

Nánar

Hvað geta hundar orðið gamlir?

Það fer eftir kyni eða afbrigði hversu háum aldri hundar ná. Smærri hundar hafa tilhneigingu til þess að verða eldri en þeir sem eru stærri. Þannig verða smáhundar oft 15-16 ára, meðalstórir og stórir hundar ná gjarnan 10-13 ára aldri en allra stærstu hundakynin verða yfirleitt ekki nema 7-8 ára. Flestir hundar...

Nánar

Nota geitungar sama búið ár eftir ár?

Geitungar nota ekki bú sem þeir byggðu árið áður. Að vori byrjar drottninginn að byggja sér bú. Þegar það hefur náð ákveðinni stærð (samsvarar um það bil borðtenniskúlu) og fyrstu varphólfin eru fullbyggð, verpir hún í þau og elur önn fyrir fyrstu vinnudýrum búsins. Loks þegar vinnudýrin geta farið að þjóna búinu,...

Nánar

Hver eru sjö undur veraldar?

Píramídarnir í Giza eru einu mannvirkin af hinum sjö undrum veraldar sem enn standa. Á myndinni má sjá Keopspíramídann sem kenndur er við Keops, faraó í Egyptalandi.Hin sjö undur veraldar, svonefnd, eru helstu afrek hinna fornu menningarsamfélaga við Miðjarðarhafið og í Miðausturlöndum á sviði bygginga- og höggmyn...

Nánar

Hver er sinnar gæfu smiður?

Hann hét Epíktetos og hér er skráning Gegnis á Landsbókasafni á bók hans um þetta: HÖFUNDUR : Epíktetos, um 55-135 TITILL : Hver er sinnar gæfu smiður: handbók Epiktets; Íslensk þýðing og eftirmáli dr. Broddi Jóhannesson ÚTGÁFA : 2. pr. ÚTGÁFUSTAÐUR : [Reykjavík] : Almenna b...

Nánar

Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?

Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu. Náttúrulegir gullfiskar eru ...

Nánar

Hvert er flatarmál Vestfjarða?

Til þess að segja til um flatarmál Vestfjarða þarf fyrst að skilgreina hvað er átt við með Vestfjörðum. Er verið að tala um hinn eiginlega Vestfjarðakjálka eða stjórnsýslulega skilgreiningu á Vestfjörðum? Á landakorti af Íslandi sést vel hversu lítið vantar upp á að Gilsfjörður, sem gengur inn úr botni Breiðafj...

Nánar

Fleiri niðurstöður