Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 352 svör fundust

Hvernig leysi ég x og y út úr jöfnunum y = 1 + x og 2x + 3y = 28?

Svokölluð jöfnuhneppi eru notuð þegar leysa þarf tvær jöfnur sem hafa tvær óþekktar stærðir. Þá er önnur óþekkta stærðin einangruð í annarri hvorri jöfnunni. Hún er síðan sett inn fyrir óþekktu stærðina í hinni jöfnunni. Í dæminu sem spyrjandi kemur með er y einangrað í fyrri jöfnunni. Þá þarf einungis að setja...

Nánar

Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?

Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...

Nánar

Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?

Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...

Nánar

Getiði sýnt mér hvernig regla Þalesar er notuð í stærðfræði?

Þales frá Míletos (fæddur um 625 f.Kr.) var einn af frumkvöðlum forngrískrar heimspeki. Lítið er vitað um ævi hans, en nokkuð er þó fjallað um hann í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvenær varð grísk heimspeki til? Þalesi er eignuð uppgötvun á eftirfarandi reglu: Horn sem er innritað í hálfhrin...

Nánar

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

Nánar

Hver var Arkímedes og hvert var hans framlag til vísindanna?

Arkímedes var forngrískur vísindamaður frá Sýrakúsu á Sikiley. Hann fékkst við stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði, auk þess sem hann var klókur uppfinningamaður og raunar frægastur sem slíkur í fornöld. Án nokkurs vafa telst hann einn snjallasti uppfinningamaður fornaldar en margir telja hann einnig einn merka...

Nánar

Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...

Nánar

Hver var Galíleó Galíleí?

Galíleó Galíleí var einn af frægustu raunvísindamönnum nýaldar. Hann gerði margar uppgötvanir í eðlis- og stjörnufræði og barðist fyrir skoðunum sínum á heimsmynd og aðferðum vísinda. Hann fæddist 15. febrúar 1564 í borginni Písa í Toskana-héraði þar sem nú er Mið-Ítalía. Faðir hans, Vincenzíó Galíleí var tónli...

Nánar

Hvaða menntun þarf maður til að geta orðið geimfari?

Menntun geimfara er allmismunandi. Úti í geimnum þurfa geimfarar að vinna ýmis rannsóknarverkefni. Ekki er þó nauðsynlegt að þeir séu sérhæfðir í hverju verkefni, heldur þurfa þeir að geta farið eftir þeim rannsóknarleiðbeiningum sem þeim eru gefnar. Líkamleg próf og sálfræðipróf skipta miklu við val á geimförum. ...

Nánar

Eru til fleiri litir en við sjáum?

Í svari við spurningunni Hvað eru litir? kemur fram að samkvæmt skilningi eðlisfræði og stærðfræði eru litir óendanlega margir. Tilraunir á sjónskynjun manna benda hins vegar til þess að mannsaugað geti greint á milli einnar og tíu milljóna lita. Samkvæmt þessu eru litirnir augljóslega fleiri en við sjáum. S...

Nánar

Hver skapaði þríhyrninginn?

Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...

Nánar

Hvað er 0%1?

Spurninguna má ef til vill skilja á tvennan hátt. Verið getur að spyrjandi vilji vita hvað sé 0 prósent af 1, og þá er svarið 0. Orðið 'prósent' þýðir bókstaflega 'af hundraði' og segir þannig til um hversu marga hundraðshluta maður hefur af tiltekinni heild (í þessu tilfelli er heildin 1). 0 prósent merkja því að...

Nánar

Fleiri niðurstöður