Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 745 svör fundust

Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?

Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor. Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir v...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa?

Hreindýramosi (Cladonia rangiferina) er hvít runnaflétta, en svo nefnist einn af þremur hópum flétta. Hinir tveir hóparnir kallast blaðfléttur og hrúðurfléttur. Fjallagrös eru dæmi um blaðfléttu, enda hafa þau blöð og hrúðurfléttur sjást oft á klettum og trjáberki þar sem þær mynda hrúður. Runnaflétturnar eru grei...

Nánar

Af hverju getur geislavirkni valdið fæðingargöllum?

Fæðingargalli er það þegar barn fæðist með óeðlilega gerð, starfsemi eða efnaskipti sem leiða til andlegrar eða líkamlegrar fötlunar. Yfir 4000 mismunandi fæðingargallar eru þekktir. Sumir þeirra eru vægir en aðrir banvænir. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er það rétt að börnum sé hættara við ...

Nánar

Getur hvönn valdið uppblæstri?

Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni. Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstak...

Nánar

Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?

Flestir hallast nú að því að risaeðlurnar hafi dáið út í hræðilegum náttúruhamförum sem urðu á mörkum krítar- og tertíertímabilanna (K/T-mörkin, fyrir 65 milljón árum), og þurrkuðu raunar út um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu. Sambærilegt aldauðaskeið, en þó enn þá altækara, varð á mörkum perm og trías fyri...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um fléttur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...

Nánar

Hvenær var fótbolti fundinn upp?

Fótbolti er gömul íþróttagrein. Elstu öruggu heimildir um fótboltaleik eru um leik í Kyoto í Japan árið 611. Sumar heimildir telja að fyrsti skráði fótboltaleikurinn á Bretlandi hafi átt sér stað í Derby á sprengidag árið 217. Fótboltaleikur í þá daga var þó ekki alveg eins og sá fótbolti sem leikinn er í dag ...

Nánar

Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?

Þetta er nú líklega einum of djúpt tekið í árina. Lífríki sjávar er afar fjölskrúðugt. Þar eru fjöldamargar tegundir fiska sem lifa við alls konar skilyrði, í köldum sjó eða heitum, djúpt eða grunnt, í mjög söltu vatni eða næstum fersku, í sjó með mismunandi efnasamsetningu og svo framvegis og svo framvegis. Tegun...

Nánar

Er hægt að vera staddur fyrir austan sól og sunnan mána? Er hægt að segja eitthvað um aðstæður þar, til dæmis hvort þar er dagur eða nótt, vetur eða sumar?

Svarið er já; það er hægt að gefa þessum orðum merkingu á skynsamlegan hátt á grundvelli stjörnufræðinnar, og kannski má bæði hafa af því nokkurt gagn og gaman! Jörðin er kúla eins og kunnugt er og sólin er á hverjum tíma beint yfir einhverjum tilteknum stað á jörðinni. Gegnum þennan stað má draga "línu" í norð...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?

Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...

Nánar

Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?

Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?

Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...

Nánar

Fleiri niðurstöður