Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1070 svör fundust

Hvað getur þú sagt mér um gæsir?

Gæsir eru meðalstórir fuglar, talsvert stærri en endur og hálslengri og háfættari. Þorri gæsa er mjög norðlægur, það er að segja fljúga langt norður á auðnir heimskautssvæðanna til varps. Áður náðu varpsvæði þessara norðlægu gæsa mun sunnar en vegna ágangs manna, aukins veiðiálags og röskunar búsvæða hafa þau færs...

Nánar

Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?

Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins...

Nánar

Hvað er Austfjarðaþoka?

Í veðurskeytum er talað um þoku sé skyggni innan við einn km, en jafnframt úrkomulaust og hvorki skafrenningur né sandfok. Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka. Austur-Íslandsstraumurinn er tunga af köldum sjó sem liggur til suðurs meðfram...

Nánar

Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?

Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað?

Unglingar, lýðfræði, vinnumarkaðsrannsóknir, lýðheilsa og félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilsutengdrar hegðunar er það sem einkennir rannsóknir Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn hefur tekið þátt í og stjórnað fjölmörgum innlendum rannsóknarverkefnum og þátttö...

Nánar

Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í ...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um kóalabirni?

Spurningin hljóðar í heild sinni svo: Getið þið sagt mér allt um kóalabirni, svo sem æxlun, mökun og allt þar á milli? Kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) eru áströlsk pokadýr og fyrirfinnast villtir á takmörkuðum skógarsvæðum við austurströnd Ástralíu. Flestir eru þeir í Queensland-ríki eða um 50 þúsund, en ...

Nánar

Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með?

Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að ákveða hvað átt er við með orðinu “land”. Líklega er einfaldast að miða við að “land” sé það sama og sjálfstætt ríki eins og gert er í svari við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og nota aðildarlista Sameinuðu þjóðanna til þess að ákvarða...

Nánar

Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?

Það er nú einu sinni svo að fyrirbæri fá oft nöfn sem lýsa útliti þeirra eða eiginleikum. Stundum er auðvelt að átta sig á hver vísunin en í öðrum tilfellum liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Rauðahafið er dæmi um það, þar sem það er vanalega blágrænt á lit en ekki rautt. Nokkrar kenningar eru til um uppruna naf...

Nánar

Hvar er hægt að finna hákarla?

Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhi...

Nánar

Er gras á norður- eða suðurpólnum?

Ef spurningin á við pólana í merkingunni nyrsti og syðsti punktur jarðkringlunnar er svarið nei. Þar er ekki gras eða annar gróður enda skilyrði öll hin erfiðustu fyrir gróður, um 2.700 m þykkur ís á suðurpólnum og hafís fljótandi yfir norðurpólnum. Hins vegar notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun...

Nánar

Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi? Getur verið að það þýði gott varp? Gottorp er bær í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Christiansson Gottrup (1648-1721) lögmanni á Þingeyrum 1694 eða 1695 þegar hann byggði upp eyðibýlið...

Nánar

Fleiri niðurstöður