Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1070 svör fundust

Hvar er Páskaeyja?

Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...

Nánar

Hvaðan kemur baskneska?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum? Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar...

Nánar

Hvað merkir nafnið Rangá?

Rangá er nafn á nokkrum ám í landinu: Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu.Á í landi Ófeigsstaða í Ljósavatnshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, og nýbýli kennt við hana.Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu (Landnámabók), og bær kenndur v...

Nánar

Hver er stærsti skógur Kanada?

Það getur verið erfitt að greina einn skóg frá öðrum á miklum skógarsvæðum, líkt og fyrirfinnast í Kanada. Það má því kannski segja að hinn víðáttumikli barrskógur sem er nánast samfeldur stranda á milli, sé langstærsti skógur landsins! Mynd af Kanada tekin úr gervitungli. Skógarþekja Kanada er um 4,1 milljón fe...

Nánar

Fyrir hvað stendur FIFA? Hvenær og hvar var það stofnað?

FIFA stendur fyrir Fédération Internationale de Football Association en á íslensku kallast það Alþjóða knattspyrnusambandið. Það var stofnað í París í Frakkland 21. maí 1904 og var fyrsti forseti þess Frakkinn Robert Guétin. FIFA hefur verið með höfuðstöðvar í Zürich í Sviss frá árinu 1932. Við stofnun FIFA vor...

Nánar

Hvað merkir bæjarheitið Hurðarbak?

Hurðarbak er nafn á að minnsta kosti sex bæjum á Íslandi: Bær í Villingaholtshreppi í Árnessýslu. (Hurðarbakur í landamerkjabréfi). Bær í Kjósarhreppi í Kjósarsýslu. Bær í Strandarhreppi í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Nafn í...

Nánar

Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?

Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á ...

Nánar

Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?

Napóleonsfiskurinn (Cheilinus undulatus) er beinfiskur af ættinni Labridae en innan þeirrar ættar eru rúmlega 500 tegundir sjávarfiska í 50 ættkvíslum. Aðallega eru þetta misstórar hitabeltistegundir sem eru frá 15 sentímetrum upp í 230 sentímetra að stærð. Napóleonsfiskurinn er einn sá stærsti í ættinni en hann g...

Nánar

Hvað éta hrossagaukar?

Hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) finnst víða um heim. Varpstöðvar hans eru á tempruðum svæðum Evrasíu og Norður-Ameríku en á veturna halda fuglarnir til suðurhluta Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Hrossagaukurinn vegur um 115-130 grömm og er um 27 sentímetrar á lengd með rúmlega 6 sentímetra langan...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?

Geirnyt (Chimaera monstrosa) er aðeins eitt af nokkrum nöfnum sem til eru fyrir þessa fisktegund. Hún hefur verið nefnd hámús, hafmús, rottufiskur og jafnvel særotta. Á ensku gengur hún oftast undir heitinu „rabbit fish” eða „rat fish”. Geirnyt er brjóskfiskur og tilheyrir ætt þeirri sem nefnist hámýs (Chimaer...

Nánar

Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall?

Í Tómasarguðspjalli eru varðveitt á annað hundrað munnmæla sem eignuð eru Jesú. Munnmælin minna um margt á spakmæli eins og Orðskviði Gamla testamentisins. Tómasarguðspjall tilheyrir svonefndum apókrýfum ritum Nýja testamentisins en það hugtak er meðal annars notað um ákveðin rit sem urðu útundan þegar safnað v...

Nánar

Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað er langt í km á milli Egilsstaða og Reykjavíkur (bæði norður- og suðurleið)? Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið, meðal annars upplýsingar um vegalengdir á milli staða. Þar kemur fram að vegalengdin á milli Egil...

Nánar

Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?

Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst. Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í ...

Nánar

Hvernig myndaðist Hrísey?

Hrísey á Eyjafirði mætti kalla "rofrest", en sennilega hefur hún myndast þannig að skriðjöklar hafi runnið hvor sínum megin við eyna, meginjökullinn austan megin en jökull úr Svarfaðardal vestan megin. Jöklarnir hafa þá sorfið niður berggrunninn í kring en eftir stóð eyjan. Hrísey, horft suður Eyjafjörð. Hrísey...

Nánar

Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?

Hefðin fyrir ferhyrndum þjóðfánum á líklega rætur að rekja til siglingafána sem notaðir voru í Evrópu og öðrum Miðjarðarhafslöndum fyrr á tímum. Vissulega voru notuð flögg með öðru lagi en smám saman festist þessi ferhyrnda lögun með ákveðnum hlutföllum milli lengdar og breiddar í sessi. Í mörgum tilfellum urðu si...

Nánar

Fleiri niðurstöður