Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 191 svör fundust

Hvað er ISO-staðall? Er það gæðastaðall eða eftirlitsstaðall?

ISO-staðall er staðall sem staðfestur hefur verið af Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO. Það þýðir með öðrum orðum að staðallinn sé alþjóðlegur. Gerð ISO-staðla byggist á því að hagsmunaðilar komi sér saman um hvað sé hæfilegt, eðlilegt, góðar starfsvenjur og í takt við tímann. Ákveðnar reglur eru viðhafðar um samnin...

Nánar

Eru náttúrlegar tölur huglægar eða hlutlægar?

Náttúrlegar tölur eru tölurnar sem notaðar eru til að telja með: 1, 2, 3, 4, 5, 6, … Þær eru því stundum nefndar talningartölur. Mengi náttúrlegra talna er huglægt hugtak þar sem náttúrlegu tölurnar eru óendanlega margar. Sé staðnæmst við afar stóra náttúrlega tölu má alltaf finna aðra tölu sem er einum hærri en h...

Nánar

Hver var Hegel og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831) má heita einn áhrifamesti og umdeildasti hugsuður allra tíma. Heimspeki hans var ætlað að gera kerfisbundna grein fyrir bókstaflega öllu í veruleikanum og framvindu hans. Hugsun Hegels stendur í rökréttu framhaldi af hinum gagnmerku kenningum Immanuels Kant og er ætlað að ...

Nánar

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

Nánar

Af hverju eru vísindamenn að reyna að einrækta útdauðar tegundir?

Flestum þætti væntanlega spennandi að sjá með eigin augum lifandi loðfíl, jafnvel í sínum fornu heimkynnum á túndrum og barrskógum norðurhjarans? Geta dáðst af þessum stórvöxnu risum og fylgst með hegðun þeirra, hvernig þeir éta, hreyfa sig, eiga samskipti sín á milli og hvernig þeir bregðast við öðrum tegundum ei...

Nánar

Hvað er póstmódernismi?

Póstmódernismi er hugtak. Það er ekki aðeins eitt af stærri hugtökum í vestrænni hugmynda- og menningarsögu, heldur varðar það nútímann og lifandi fólk. Nú kann það sem er risavaxið og í seilingarfjarlægð að virðast auðgreinanlegt og svarið við spurningunni: Hvað er póstmódernismi? að liggja í augum uppi. En því m...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um Hubblessjónaukann?

Hubble-geimsjónaukinn (e. Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990 og á því 25 ára afmæli þegar þetta er skrifað í apríl 2015. Hann er spegilsjónauki og geta mælitæki hans numið vítt svið rafsegulrófsins: Nær-útfj...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?

Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum m...

Nánar

Fleiri niðurstöður