Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 977 svör fundust

Hvar eru Úralfjöllin?

Úralfjöllin eru um 2500 km langur fjallgarður í miðvesturhluta Rússlands. Þau ná frá Karahafi í norðri (Karahaf er hluti af Norður-Íshafinu) að Kasakstan og Úralfljóti í suðri. Þau eru fellingafjöll sem mynduðust við árekstra fleka en lesa má um slík fjöll í svari við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll? ...

Nánar

Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?

Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörð...

Nánar

Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar?

Afríkufílar (Loxodonta spp.) greinast í tvær tegundir. Önnur þeirra og sú stærri er gresjufíllinn (L. africana). Hann finnst á opnum svæðum utan regnskóga Mið-Afríku, meðal annars á gresjunum og staktrjáasléttum (e. savanna) í austurhluta Afríku en einnig á gisnu svæði utan þéttustu skóga í vesturhluta álfunnar og...

Nánar

Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?

Loft og haf á jörðinni er nú um 1°C hlýrra en fyrir hundrað árum. Á sama tíma hefur hlýnað enn meira á Íslandi eða um 1,5°C. Helmingur hlýnunarinnar hefur orðið á síðastliðnum þrjátíu árum. Mörgæsir geta ekki flogið en synda vel og vilja frekar lifa á sjávardýrum í Suður-Íshafinu en mjólkurís. Heimskautasvæ...

Nánar

Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður?

Upphaflegar spurningar voru: Hvernig vitið þið að sjónin er aftan á heilanum en ekki framan á eða á hliðunum? Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Enginn hluti heilans er algjörlega órannsakaður, en ekki er þar með sagt að allt sé vitað um hann – þvert á móti! Heilinn er sérlega spennandi rannsó...

Nánar

Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?

Þótt Ítalía sé ekki ýkja stórt land er þar að finna nær allar tegundir eldvirkni og eldfjalla sem þekkjast á jörðinni. Íbúum Ítalíu stafar stöðug ógn af þessum eldfjöllum, en á sama tíma njóta þeir góðs af tilvist þeirra þar sem til eldfjallanna má rekja bæði frjósaman jarðveg og mikið streymi ferðamanna. Aðge...

Nánar

Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?

Þetta svar fjallar um náttúruvernd á Íslandi. Lesendur eru líka hvattir til að kynna sér svar sama höfundar um sögu náttúruverndar almennt og tilgang hennar: Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni? Náttúruvernd á Íslandi – fyrstu skrefin Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að ...

Nánar

Hvaða dýr búa í Kongó?

Þegar lýðveldið Kongó (áður Zaire) er nefnt dettur sennilega flestum í hug dimmir regnskógar í svörtustu Afríku. Þetta er ekki fjarri lagi þar sem stærstur hluti þessa stóra lands (rúmlega 2,3 miljónir km2) er þakinn ógreiðfærum regnskógi. Þessir miklu og ógreiðfæru regnskógar hafa þó ekki alltaf verið til stað...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um pöndur?

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...

Nánar

Af hverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um?

Spurning Önnu hljóðaði svona í heild sinni: Afhverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um? Dregur ekki landið nafnið af ánni Po? Það er ekkert L í Po hvaðan kemur þetta auka L? Rótin í fyrri hluta landsheitisins er Pól-. Hún er rakin til frumslavneskrar rótar, *pol’e með merkinguna „opið svæði, slétta...

Nánar

Er hægt að búa til geislasverð?

Það eru að minnsta kosti tveir alvarlegir gallar á hugmyndinni um „geislasverð“ eins og hún birtist okkur í vísindaskáldskap og kvikmyndum, sem lýsandi massalaust skurðarblað með takmarkaðri lengd. Í fyrsta lagi þarf óhreinindi í loftinu til að gera ljósgeisla sýnilegan. Við skynjum geislann vegna ljóseinda sem dr...

Nánar

Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli?

Bæði Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur eru enn að stækka að flatarmáli. Girðingin sem friðar Hallormsstaðaskóg er enn svolítið fyrir ofan efstu mörk skógarins og er birki enn að sá sér í átt að henni. Girðingin er í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og er greinilegt að það er ekki ofan þeirra skógarmarka sem veðu...

Nánar

Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?

Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir fros...

Nánar

Fleiri niðurstöður