Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1529 svör fundust

Af hverju er þvag gult?

Þvag er venjulega gult eða gulbrúnt að lit og má rekja lit þess til svokallaðra galllitarefna sem myndast í lifrinni. Gula galllitarefnið gallrauða er losað út í smáþarmana en þegar það berst í ristilinn eru bakteríur sem breyta því í annað efni sem kallast úróbílónógen. Hluti af úróbílónógeninu berst í þvag þa...

Nánar

Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?

Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi. Samkvæmt tölum frá FIFA (frá árinu 2000) leika rúmlega 240 milljónir manna um heim allan fótbolta. Það þýðir að einn af hverjum 25 iðka knattspyrnu reglulega. Í dómarastétt knattspyrnunnar eru um 5 milljónir manna. Knattspyrna er leikin í öllum heimshornum. Ef börn og aðr...

Nánar

Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?

Villt dýr deyja af ýmsum ástæðum, svo sem vegna sjúkdóma, hungursneyðar eða afráns. Afar fátítt er að þau deyji úr elli, enda er lífsbarátta þeirra hörð og óvægin. Þegar aldurinn færist yfir ráðandi karlljón er það yfirleitt hrakið á brott af yngra og sterkara karlljóni. Aðdragandinn að því er iðulega harður barda...

Nánar

Hvað éta hrossagaukar?

Hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) finnst víða um heim. Varpstöðvar hans eru á tempruðum svæðum Evrasíu og Norður-Ameríku en á veturna halda fuglarnir til suðurhluta Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Hrossagaukurinn vegur um 115-130 grömm og er um 27 sentímetrar á lengd með rúmlega 6 sentímetra langan...

Nánar

Hverjir rannsaka eldgos?

Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem ran...

Nánar

Hvernig getur maður flogið?

Maðurinn getur ekki flogið af eigin rammleik án hjálpartækja eins og fuglarnir og þess vegna gerum við ráð fyrir að spurningin vísi til þess hvernig við getum flogið í flugvél. Þeir sem vilja fræðast um flug fugla geta hins vegar lesið svar við spurningunni: Hvernig geta fuglar flogið? Flugvélar haldast á loft...

Nánar

Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?

Til þess að lifa af veturinn þurfa tré að gera ráðstafanir til að forðast skemmdir, einkum þær sem gætu orðið þegar vatn frýs. Vatn er undirstaða í lífi trjáa sem og allra annarra lífvera. Vatn er notað til að flytja næringarefni úr jarðvegi upp í tréð. Afurðir ljóstillífunar eru fluttar í vatnslausn um tréð. Ö...

Nánar

Hvað er Frakkland mörgum sinnum stærra en Ísland?

Flatarmál Íslands er um það bil 103 þúsund km2 (ferkílómetrar) en Frakklands um 544 þúsund km2. Frakkland er því um 5,28 sinnum stærri en Ísland. Þess má geta að Frakkland er þriðja stærsta land Evrópu á eftir Rússlandi og Úkraínu en Ísland lendir í 16 sætinu þegar löndum álfunnar er raða eftir flatarmáli. ...

Nánar

Hvað geta ísbirnir orðið gamlir?

Ísbirnir (Ursus maritimus) verða ekki mjög langlífir í villtri náttúru en þó geta þeir vænst svipuðum aldri og aðrir birnir. Þessi ísbjörn þarf vart að vænta þess að ná mikið hærri aldri en 15 árum. Samkvæmt rannsóknum verður aðeins lítill hluti stofnsins 15 ára eða eldri. Eldri birnir hafa þó fundist þar af þ...

Nánar

Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?

Þegar konur eru orðnar kynþroska geta þær orðið óléttar við samfarir. Fyrsta egglos hjá stúlkum verður að meðaltali um 13 ára aldur, en það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Þó að stúlkur séu orðnar kynþroska er ekki þar með sagt að þær séu fullvaxta og því eðlilegt að líkaminn eigi eftir að taka út talsv...

Nánar

Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?

Það kallast fósturlát þegar fóstur deyr áður en það hefur náð nægilegum þroska til þess að geta lifað sjálfstætt. Venjulega er talað um fóstur þegar meðgangan hefur ekki náð 22 vikum eða ef fóstrið er léttara en 500 g. Algengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og er það venjulega kallað sn...

Nánar

Hversu gömul er Hekla?

Nákvæmur aldur Heklu er ekki kunnur. Þar sem allt berg hennar er rétt skautað er þó vitað er að hún er ekki eldri en um 700.000 ára, en þá urðu segulskipti á jörðinni. Heklugos 1991. Þekkt eru nokkur stór forsöguleg gos í Heklu. Elsta öskulagið, H5, er um 7000 ára gamalt, H4 er um 4800 ára og H3 er um 2900 ...

Nánar

Fleiri niðurstöður