Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 104 svör fundust

Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?

Ófrjósemi karla hefur ekki áhrif á getu þeirra til að fá fullnægingu. Sem dæmi má nefna að þó karlmaður gangist undir ófrjósemisaðgerð þannig að sæði hans inniheldur ekki lengur sáðfrumur, hefur aðgerðin engin áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Hins vegar þarf karlmaður að fá fullnægingu eða sáðlát til að get...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sveinn Hákon Harðarson rannsakað?

Sveinn Hákon Harðarson er lektor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sveinn rannsakar súrefnisbúskap í sjónhimnu augans. Sjónhimnan er örþunn himna sem þekur augnkúluna að innan að stórum hluta. Sjónhimnunni má líkja við filmu (eða myndflögu) í myndavél. Þegar ljós fellur á ljósnema sjónhimnunnar verða til raf...

Nánar

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

Nánar

Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?

Ýmis dýr nota eitur sér til varnar, til dæmis tegundir sporðdreka, köngulóa og snáka. Í þessu svari eru eitraðir snákar notaðir sem dæmi. Eitur snáka er gert úr prótínum. Éti snákur eitraðan snák ætti honum vart að vera meint af neyslunni. Skýringin liggur í ofursúru umhverfi meltingarvegarins en súrt umhverf...

Nánar

Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir?

Undirliggjandi sjúkdómar eru sjúkdómar, oftast langvinnir, sem geta haft áhrif á afdrif viðkomandi sjúklings þegar aðrir sjúkdómar eða læknismeðferð koma til sögunnar. Þetta hefur oft borið á góma í umræðunni um kórónuveirufaraldurinn og þá sérstaklega um það hvort einhverjir undirliggjandi sjúkdómar hafi áhrif á ...

Nánar

Er hafragrautur hollur?

Í fljótu bragði má svara spurningunni hvort hafragrautur sé hollur játandi. Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl (eða hafraflögur), sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna. Hafrar. Einn helsti...

Nánar

Hvað er spasmi og hvernig lýsir hann sér?

Í læknisfræði er spasmi skyndilegur og ósjálfráður samdráttur vöðva, hóps af vöðvum, í veggjum hols líffæris eða samdráttur ops á líffæri. Í daglegu tali er það kallað spasmi þegar krampi kemur í vöðva, oft með skyndilegum sársauka sem líður fljótt hjá en getur varað í nokkrar mínútur eða lengur. Spasmi getur leit...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Þórsdóttir rannsakað?

Inga Þórsdóttir hefur kennt næringarfræði við Háskóla Íslands frá árinu 1989. Hún varð prófessor við námsbraut í matvælafræði í efnafræðiskor Raunvísindadeildar 1997, sem síðar varð Matvæla- og næringarfræðideild við Heilbrigðisvísindasvið skólans. Inga er forseti Heilbrigðisvísindasviðs síðan 2012. Rannsóknir Ing...

Nánar

Hvers vegna fær maður þvagfærasýkingu?

Þvagfærasýkingar eru sýkingar í þvagrás, þvagblöðru, þvagpípum eða nýrum en þessi líffæri kallast einu nafni þvagfæri. Flestar þvagfærasýkingar (um 80%) eru af völdum bakteríunnar E. coli sem er þarmabaktería, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta einnig verið orsök þvagfærasýkinga. Konur fá frekar þva...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur helgað sig rannsóknum í fjarkönnun, mynsturgreiningu (e. pattern recognition), vélrænu námi (e. machine learning), stafrænni myndvinnslu, gagnabræðslu (e. data fusion) og lífverkfræði. Rannsóknir Jóns Atla hafa einku...

Nánar

Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar?

Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að að minnsta kosti 50-60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vega...

Nánar

Hver eru einkenni heilahimnubólgu og hvað er bráða heilahimnubólga?

Heilahimnubólga er bólga í himnunum sem umlykja heila og mænu. Oftast stafar bólgan af sýkingu en getur þó einnig verið af öðrum völdum, svo sem lyfjum og sjálfsofnæmissjúkómum. Meingerð sjúkdómsins er á þann veg að sýkingarvaldar, sem oft búa í nefkoki og öndunarvegi, komast inn í miðtaugakerfið (MTK). Það getur ...

Nánar

Er satt að hundar verði blindir fái þeir sykur?

Hér er einnig svar við spurningunum:Er venjulegt súkkulaði sem menn leggja sér til munns hættulegt hundum á einhvern hátt?Geta hundar í alvöru orðið blindir ef þeir borða súkkulaði?Ef dýri, til dæmis hundi, er gefið of mikið af sykri verður það þá blint? Það er ekki alveg rétt að hundar verði blindir við það að...

Nánar

Fleiri niðurstöður