Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 291 svör fundust

Hvað hafa margir fæðst á jörðinni?

Rökstudd ágiskun um fjölda fæddra einstaklinga af tegundinni Homo sapiens sapiens frá því tegundin hafði borist um allar heimsálfur, fyrir um 50.000 árum, hljóðar upp á 27,5 milljarða manna. Ég geri ráð fyrir því að hér sé átt við manninn, öðru nafni Homo sapiens sapiens, tegundina okkar, en ekki öll hugsanle...

Nánar

Hvers vegna fær fólk hrukkur?

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lagið, það sem við horfum á, nefnist húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undirhúð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu ástandi. Eins og lesa má um í svari Stefáns B. S...

Nánar

Hvað er sjónblekking?

Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...

Nánar

Hvernig varð sólkerfið til?

Sólkerfið fór að mótast fyrir um það bil 5000 milljón árum úr gríðarmiklu gas- og rykskýi. Skýið varð fyrir truflun og byrjaði að falla saman. Þrýstingur í miðju þess jókst þar til hann dugði til þess að svokallaður kjarnasamruni hæfist en hann er enn að gerast í sólinni og gefur henni orku sína. Skýið hafði í upp...

Nánar

Hver er Julia Kristeva og hvaða áhrif hafa kenningar hennar haft?

Julia Kristeva fæddist í Búlgaríu árið 1941. Hún er af menntafólki komin, ólst upp í austur-evrópsku, kommúnísku ríki á kaldastríðsárunum og gekk í Háskólann í Sofíu. Hún lagði þar stund á bókmenntir, málvísindi og heimspeki, lærði sinn Marx og Hegel auk málvísinda og rússnesku og hafði þar af leiðandi beinan aðg...

Nánar

Um hvað fjalla ítölsku umræður Gíordanós Brúnós?

Ítalinn Gíordanó Brúnó (1548-1600) var fjölhæfur fyrirlesari og afkastamikill rithöfundur. Hann var alls óhræddur við að halda á loft skoðunum sínum og þeim kenningum sem hann aðhylltist. Hugsun hans gekk gjarnan gegn viðurkenndum skoðunum samtímans. Oft var Brúnó því ekki vært nema stutt á sama stað og var hann á...

Nánar

Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...

Nánar

Hvernig var heimsmynd Fornegypta?

Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...

Nánar

Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu? Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að l...

Nánar

Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?

Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...

Nánar

Hver er mesti hraði sem mannvera getur náð án þess að deyja?

Svarið er í stuttu máli það að hraði drepur engan; það er svokölluð hröðun eða hraðabreyting sem getur hins vegar vissulega verið lífshættuleg. Þegar við sitjum í flugvél sem hefur náð fullum hraða og er komin í lárétt flug, þá finnum við yfirleitt ekkert fyrir hraða flugvélarinnar. Engu að síður er hann mö...

Nánar

Hvers vegna er kjarni jarðar heitur?

Kjarni jarðar er mörg hundruð gráðum heitari en möttullinn fyrir ofan, og hugsa má sér þrjár ástæður fyrir því: Mikilvægastur er varmi frá myndun jarðar, en einnig koma til geislavirkni í efni kjarnans og snúningur innri kjarna. Skoðum þetta: Heimspekingurinn Immanúel Kant (1724-1804) er sagður hafa stungið upp...

Nánar

Fleiri niðurstöður