Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 82 svör fundust

Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar?

Hér er einnig svarað spurningu Hildar Katrínar:Hvernig er hægt að minnka losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið? Mannkynið verður að minnka brennslu kola, olíu og bensíns, sem eykur styrk gróðurhúsalofttegunda. Í þess stað þarf að nýta vatnsorku og jarðhita, og framleiða rafmagn með vindmyllum, sjávarföll...

Nánar

Af hverju verður rauðvín blátt þegar það blandast vatni?

Rauðvín hafa mismunandi blæ en einkennast öll af djúprauðum lit. Eins og vínáhugamenn vita kemur litur rauðvínsins úr hýði dökkra vínberja á meðan hvítvín eru unnin úr ljósum eða grænum vínberjum þar sem hýðið er að öllu jöfnu skilið frá. Það eru fjölmörg mismunandi litarefni í hýði berjanna, aðallega fenólefn...

Nánar

Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum. Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að he...

Nánar

Hver var Henri Becquerel?

Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er ...

Nánar

Hvað er í brunablöðrum á húðinni?

Blaðra myndast þegar vökvi sem kallast blóðvatn eða sermi (e. serum) safnast fyrir undir húðinni. Vökvi þessi lekur úr nærliggjandi vefjum og er viðbragð við skaða sem húðin hefur orðið fyrir. Stundum fyllist blaðra blóði í stað blóðvatns og er þá talað um blóðblöðru. Blöðrur eru mjög misjafnar að stærð og get...

Nánar

Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koldíoxíð? Hvað verður um dauðan skóg, en öll tré drepast eftir mislangan árafjölda. Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hver er munurinn á CO2 losun með því að brenna timbur (tré) eða láta það rotna ofan jarðar? Þ...

Nánar

Af hverju er himinninn blár?

Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað borða maríubjöllur?Hvar finn ég upplýsingar um maríubjöllu á netinu? Eru maríuhænur á Íslandi? Maríubjöllur (Coccinellidae) er í raun sérstök ætt bjalla og innan ættarinnar eru um 4.500 tegundir sem finnast um allt þurrlendi jarðar. Þær eru kúlulaga og eru skjaldvængirnir í ...

Nánar

Hvernig er best að geyma stafræn gögn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað endast tölvugögn lengst með núverandi tækni, svo sem á harðdiskum, minnislyklum og geisladiskum? Ef trúa má "Gróu á Neti" er hámarkstími um 30 ár. Varla viðunandi fyrir einstaklinga, hvað þá bóka- og skjalasöfn. En hvaða úrræði standa þá helzt til boða? Þetta er s...

Nánar

Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá?

Skýring á þessu fyrirbæri er snúin, og fljótt á litið virðist málið mótsagnakennt. Þetta fjallar um þann skrítna eiginleika gastegunda að sýna litasvörun við hvítu ljósi í þunnu formi (við lágan þrýsting/hlutþrýsting) en verða litlausar við hærri þrýsting eða remmu. Bláa blæinn á móðunni frá gosinu í Nornahr...

Nánar

Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti?

Árstíðabundin flensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hér á landi er hún frá október til maí og nær hámarki í janúar og febrúar. Hinum megin á hnettinum, til dæmis í Ástralíu, gengur flensa frá maí til október og nær hámarki í ágúst. Algengustu sýklarnir sem valda inflúensu tilheyra þremur fjölsky...

Nánar

Hvaðan kemur kuldinn?

Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....

Nánar

Er rökkvun raunverulegt vandamál?

Endurskin og deyfing stuttbylgjugeislunar frá sól hafa áhrif á orkubúskap við yfirborð jarðar og hafa áhrifin í heild verið nefnd rökkvun. Rökkvun er viðvarandi hluti orkukerfis lofthjúpsins og er því ekki vandamál sem slík, heldur er fremur að breytingar á henni geti talist það, rétt eins og gróðurhúsaáhrif eru v...

Nánar

Fleiri niðurstöður