Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 354 svör fundust

Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...

Nánar

Hvað var Píningsdómur?

Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...

Nánar

Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?

Í Landnámabók kemur Grímsey ekki við sögu. Bókin var líklega skráð um tveimur til þremur öldum eftir lok þess tíma sem er kallaður landnámsöld og er vafalaust að talsverðu leyti reist á arfsögnum, en ekki er hægt að treysta því að hún fari alls staðar með rétt mál um landnám. En sennilegast verður að teljast að fó...

Nánar

Hver er hættulegasti fugl í heimi?

Að öllu jöfnu teljast fuglar ekki til hættulegustu hryggdýra jarðar. Hjákátlegt er að bera þá saman við til dæmis spendýr eða skriðdýr að þessu leyti; til dæmis er manntjón af völdum fugla fátítt. Fuglar hafa hvorki líkamsburði í líkingu við spendýr til að af þeim stafi mikil hætta né hafa þeir yfir að ráða öflugu...

Nánar

Hvað einkennir fornaldarsögur?

Eitt helsta einkenni fornaldarsagna er tenging þeirra við fortíðina, hina óræðu „fornöld“, sem markast af baklægum efnivið þeirra um leið og hún mótar grundvöll – ásamt öðrum einkennum – að því sem kalla mætti sjálfstæða grein bókmennta eða tegund. Fortíðin er að vísu misfjarlæg og nær allt frá átakatímum evrópskr...

Nánar

Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Hermann Pálsson fæddist 26. maí 1921 í Sauðanesi á Ásum í Húnavatnsþingi, sonur bændahjónanna Páls Jónssonar (1875–1932) og Sesselju Þórðardóttur (1888–1942). Systkinahópurinn var stór, átta bræður og fjórar systur, og var Hermann sjötti í röðinni. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og skólagöngu eins og þá ...

Nánar

Var spámaðurinn Merlín til í raun og veru?

Hér er einnig svarað spurningu Sigursteins Gunnarssonar: Reisti Merlín Stonehenge?Spámaðurinn Merlín er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum sögnum af Artúri konungi og riddurum hringborðsins. Fyrstu samfelldu frásögnina af Merlín er að finna í Breta sögum Geoffrey frá Monmouth sem rituð var á latínu á fyrri hluta...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?

Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...

Nánar

Hvað eru möngumyndasögur?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á möngum og venjulegum teiknimyndasögum (fyrir utan það að manga er japanskt)? Eins og spyrjandi bendir réttilega á eru möngur (nf. et. manga) japanskar teiknimyndasögur, enda er manga japanska orðið yfir slíkar sögur. Möngur urðu til skömmu eftir lok seinni...

Nánar

Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?

Læmingjar eru hópur lítilla nagdýra sem tilheyra ættbálkinum Lemmini. Til eru um 20 tegundir læmingja og lifa þær allar á norðlægum slóðum. Læmingjar eru 8-22 sm á lengd og vega frá 20-112 g, en stærð og þyngd er breytileg milli tegunda. Þeir eru kringluleitir, stuttfættir, smáeygðir, með mjúkan feld og stutt skot...

Nánar

Af hverju er skrift til?

Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna. Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð f...

Nánar

Hver var Mídas konungur?

Í grískri goðafræði var Mídas konungur í Frýgíu í Anatólíu eða Litlu-Asíu þar sem Tyrkland er nú. Til eru margar sögur af honum en frægust þeirra er sú sem segir frá því hvernig Mídas öðlaðist þann eiginleika að geta breytt öllu því í gull sem hann snerti. Það atvikaðist þannig að dag einn uppgötvaði Díonýsos sem ...

Nánar

Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?

Spurningin í fullri lengd var þessi: Er vitað hvaðan nafnið Kænugarður er upprunnið, mér finnst svolítið sérkennilegt að þetta nafn skuli ávallt vera notað af fjölmiðlafólki hérlendis, sérstaklega í seinni tíð, borgin heitir Kiev (eða Kyiv) og er að mér hefur skilist ævafornt nafn á höfuðborg Ukraínu. Orðið...

Nánar

Hver er kjarninn í goðsögunni um Sigurð Fáfnisbana?

Sigurður Fáfnisbani er sögufræg hetja sem meðal annars segir frá í eddukvæðum. Þar er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Þessi goðsagnakenndi kappi var ekki síst þekktur fyrir drekadráp sitt í æsku, síðan gekk hann eiga Guðrúnu Gjúkadóttur og reið yfir vafurlo...

Nánar

Fleiri niðurstöður