Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1395 svör fundust

Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?

Spurningin um hvar uppruna manna sé að leita hefur sótt á hugi margra vísindamanna á Vesturlöndum undanfarnar tvær aldir eða allt síðan farið var að efast um að frásögn Gamla testamentisins af sköpun mannsins væri fræðilega nákvæm. Á ofanverðri nítjándu öld fóru líffærafræðingar að átta sig á því að hægt væri a...

Nánar

Eru kindur gáfaðar?

Ekki er hægt að svara svona beinskeyttri spurningu nema með því að bera sauðfé saman við aðrar tegundir. Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þeirra hvað snertir „gáfnafar“ eða „greind“....

Nánar

Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Af hverju er bara brúnn, svartur og ljós og svoleiðis litir í hárinu á manneskjum, af hverju fæðist maður ekki með bleikt eða grænt hár til dæmis? Á þessu er ekki endilega nein ein einföld skýring. Einkum sýnist okkur þó að tvö atriði komi við sögu: Annars vegar litarefni...

Nánar

Hversu gamlir geta froskar orðið?

Við þessari spurningu er ekki eitt algilt svar þar sem froskategundirnar eru yfir 5.000 talsins og töluverður breytileiki er á milli tegunda. Í raun er ekki mikið vitað um langlífi froska, en almenna reglan er þó sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar fr...

Nánar

Hvernig varð rafmagn til?

Rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi og það er til dæmis vel sýnilegt í eldingum. Rafhleðsla finnst í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni, en yfirleitt eru hlutirnir óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki raf...

Nánar

Eru til kvenkyns raðmorðingjar?

Afbrotafræðingar skilgreina raðmorðinga (e. serial killer) sem einstakling sem framið hefur þrjú manndráp eða fleiri í þremur eða fleiri aðgreindum skiptum. Til eru ólíkar tegundir raðmorðingja. Algengasta tegundin er sá sem haldinn er kvalalosta eða ofríki á háu stigi. Aileen Wuornos myrti sjö karla og hlaut da...

Nánar

Hvaðan komu pokadýrin?

Spendýrum er oftast skipt í þrjá undirflokka; legkökudýr, pokadýr og nefdýr. Lengi var talið að pokadýr ættu rætur sínar að rekja til Norður-Ameríku snemma á krítartímabilinu, fyrir meira en 100 milljónum árum. Þá töldu menn að frumpokadýr (Metatheria) hefði kvíslast frá frumlegkökudýrum (Eutheria). Á þeim tíma va...

Nánar

Eru hákarlar með heitt blóð?

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Eru mörgæsir með kalt blóð? kemur fram að í stað þess að tala um 'heitt' eða 'kalt blóð' nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þ...

Nánar

Hvað eru strombólsk eldgos?

Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt ...

Nánar

Hvernig urðu apar til?

Apar eins og við þekkjum þá í dag urðu til með þróun sem staðið hefur yfir í mjög langan tíma. Talið er að fyrstu prímatarnir hafi komið fram á sjónarsviðið á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög litlir og hegðuðu sér...

Nánar

Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?

Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur. Á Netinu má finna lista yfir sy...

Nánar

Eru snæuglur í útrýmingarhættu?

Það er hægt að nota ýmis viðmið til þess að meta hvað dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og ekki víst að allir sem komi að þeim málum fari alveg sömu leið. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN) halda úti heimasíðu þar sem þau hafa flokkað dýra...

Nánar

Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?

Ísbirnir (Ursus maritimus) geta örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu sökum þess að þar er afar litla fæðu að fá og harðangurslegt með eindæmum. Tegundir hryggdýra sem draga þar fram lífið, hluta úr ári, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Um Suðurskautslandið og strandsvæði þess gegnir hins vegar öð...

Nánar

Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Eftir að hafa lesið svar ykkar um fjandskap hunda og katta, vaknar spurningin: Hvers vegna eru það þá bara hundarnir sem ráðast á kettina en ekki öfugt? Eða með öðrum orðum - Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda? Sjálfsagt er skýringin sú að hundar eru gjarnan miklu stærr...

Nánar

Hvað kallast afkvæmi skunka?

Afkvæmi skunka koma sjaldan fyrir í íslenskum textum og þess vegna er ekki augljóst hvað á að kalla þau. Á ensku nefnast afkvæmin kits eða kittens. Bein þýðing á því eru kettlingar. Í 14. bindi ritraðarinnar Undraveröld dýranna er fjallað um skunka og þar eru afkvæmin hins vegar kölluð ungar. Það er til dæmis í sa...

Nánar

Fleiri niðurstöður