Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 515 svör fundust

Eru ljóskur heimskar?

Fólk með ljóst hár er ekkert heimskara en fólk með dökkt eða rautt hár enda eru engin tengsl milli háralitar og greindarfars. Bæði er vísað til útlits og ákveðinna einkenna í fari fólks þegar sagt er að einhver sé ljóska. Ljóskur eru oftar en ekki sætar og kynþokkafullar, einfaldar, barnalegar og ósjálfstæðar. Enn...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?

Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?

Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasviðið er tvískipt: (a) fjölskyldurannsóknir um kynslóðasamskipti, skilnaðarmál, uppeldisaðstæður barna; (b) hugmyndasaga félagsráðgjafar, rannsókna- og fagþróun, teymisvinna, handleiðslufræði og kerfasamstarf. Í fjölsky...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Gunnarsdóttir rannsakað?

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur komið að fjölbreyttum rannsóknum á sviði næringarfræði síðastliðin 20 ár, í samstarfi við innlenda og erlen...

Nánar

Hvað er síðnýlendustefna?

Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...

Nánar

Hvers vegna drepa ljón blettatígra?

Tengsl tegunda í vistkerfi geta verið afar flókin. Það er ekki endilega víst að ljón (Panthera leo) drepi blettatígra (Acinonyx jubatus) sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu. Það er vel þekkt að ljón drepi blettatígra, bæði fullorðin dýr og hvolpa. Á svæðum í Afrí...

Nánar

Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?

Linda Darling-Hammond fæddist 21. desember árið 1951 í Cleveland, Ohio. Hún lauk B.A.-gráðu með láði við Yale-háskóla árið 1973 og Ed.D.-gráðu með ágætiseinkunn við Temple-háskóla árið 1978. Sérsvið hennar var menntun ungs fólks í stórborgum (e. urban education). Darling-Hammond hóf feril sinn sem kennari, en sner...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?

Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með e...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ásta Bryndís Schram stundað?

Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt (e. motivation), sjálfsmynd (e. identity), samsömun (e. identification), og samspil þessara þátta við k...

Nánar

Hvaðan kemur baskneska?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum? Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar...

Nánar

Hvaðan kemur lýsingarorðið húðlatur?

Húð- er notað sem forliður í herðandi merkingu í ýmsum samsettum orðum, til dæmis í lýsingarorðunum húðlatur, húðvotur, sögnunum húðrigna, húðskamma og nafnorðunum húðarklár, húðarbikkja, húðarjálkur, húðarrigning. Forliðurinn er sóttur til nafnorðsins húð 'skinn, hörund'. Líklegast er að í orðunum yfir klár, ...

Nánar

Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu?

Í Gylfaginningu segir: Körmt og Örmt og Kerlaugar tvær, þær skal Þór vaða dag hvern er hann dæma fer að aski Yggdrasils, því að Ásbrú brenn öll loga, heilug vötn hlóa. Helst er giskað á að hlóa þýði að eitthvað sjóði eða sé heitt en ‛vötn hlóa’ kemur fyrir ...

Nánar

Hve gömul er latína?

Ítalíska mállýskan latína heitir eftir Latverjum sem settust að í Latíum þar sem síðar var Róm, stofnuð 753 fyrir Krist að sögn Rómverja. Þetta mál var í það minnsta talað frá 800 f.Kr. og líklega fyrr. Með Rómverjum breiddist latínan út um Ítalíuskagann og síðan Rómaveldi. Ritmálið þróaðist eftir þörfum þjóðfélag...

Nánar

Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...

Nánar

Hvenær rofnaði Madagaskar frá meginlandi Afríku?

Í eina tíð var Madagaskar lítill hluti af stór-meginlandinu Pangæu (Al-landi), þar sem að því lágu Afríka, Suðurskautslandið og Indland. Á júratíma, fyrir um 160 milljón árum (m.á.), klofnaði Pangæa í tvö meginlönd, Gondwana í suðri og Lárasíu í norðri. Madagaskar ásamt aðlægum löndum var hluti af Gondwana, en sne...

Nánar

Fleiri niðurstöður