Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 485 svör fundust

Hver var Auguste Comte og hvert var hans framlag til heimspekinnar?

Það eru öruggar heimildir fyrir því að Isidore Auguste Marie François Xavier Comte fæddist í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Hins vegar má deila um það hvort hann hafi fæðst þann 19. febrúar árið 1798, eða fyrsta dag mánaðarins pluviôse (sem þýðir rigningarsamur) árið 4. Reyndar vísa báðar dagsetningar ti...

Nánar

Hver var fyrsta skáldsagan?

Þessi spurning er erfið og verður svarið því óhjákvæmilega bæði flókið og ófullkomið. Listina að segja sögu hefur mannkynið stundað frá örófi alda en hvenær tekur þessi list á sér það form sem við köllum skáldsögu? Þetta veltur auðvitað á því hvernig við skilgreinum skáldsöguna. Ef við skilgreinum hana sem frás...

Nánar

Skapaði Guð mennina eða urðu þeir til af öpum?

Svar vísindanna um uppruna mannsins er skýrt og afdráttarlaust: Tegundin Homo sapiens, hinn viti borni maður, varð til með þróun eins og aðrar tegundir í lífríkinu, og menn og apar hafa þróast út frá sömu forfeðrum eða fyrirrennurum. Vísindin láta hins vegar hitt liggja milli hluta hvort eða að hvaða leyti þes...

Nánar

Hvað er ofurraunveruleiki?

Ofurraunveruleiki eða ofurveruleiki er þýðing á hugtakinu hyperreality, en það er eitt af meginhugtökum franska menningarfræðingsins Jean Baudrillards. Samkvæmt kenningum Baudrillards einkennist nútíminn af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Eftirmyndir raunveruleikans, svo sem í fjölmiðlum, be...

Nánar

Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?

Sagt er að gjaldmiðill sé á gullfæti ef að baki hans er gullforði þannig að sérhver peningaseðill eða mynt er í reynd ávísun á tiltekið magn af gulli. Hugsum okkur til dæmis að ríki nokkuð eigi eitt tonn af gulli og að gjaldmiðill þess, sem við getum kallað skildinga, sé á gullfæti. Gefum okkur enn fremur að hver ...

Nánar

Hvernig lítur Guð út?

Útlitið sem menn hugsa sér á guðum sínum er með ýmsu móti. Okkur er tamt að hugsa okkur Óðin, Þór og Freyju í mannsmynd og hið sama gildir til dæmis um grísk-rómversku guðina Seif (Júpíter), Afródíte (Venus) og félaga þeirra. Af þeim síðarnefndu eru til frægar höggmyndir sem sýna þetta glöggt. Þessar myndir eru ef...

Nánar

Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?

Darwin hélt því fram að menn og apar hefðu átt sameiginlegan forföður. Ekki lögðu allir jafnmikinn trúnað á þessa hugmynd, eins og sést hér á skopmynd af Darwin í líki apa. Mikið hefur verið skrifað um þróun mannsins á netinu. Við heimildaleit getur oft verið gott að skoða fyrst alfræðiorðabækur eins og...

Nánar

Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?

Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít. Uppruni og merking Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...

Nánar

Veldur stress krabbameini?

Það virðist vera almenn trú manna að stress geti valdið krabbameini. Oft tengja nýgreindir sjúklingar myndun krabbameinsins við ákveðinn alvarlegan lífsviðburð fyrr á ævinni. Getgátur hafa verið uppi um að ónæmiskerfið bælist við stress og við það nái krabbameinfrumur að vaxa upp sem annars væri haldið niðri af ón...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...

Nánar

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...

Nánar

Hvað er jihad?

Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir...

Nánar

Hverjir voru helstu guðir Súmera?

Súmerísk menning er frá upphafi sögulegs tíma. Ekki er vitað hvaðan Súmerar eru komnir en þeir mynduðu allnokkur borgríki í Mesópótamíu um 3000 f.Kr. Akkaðarnir sem voru af semitískum stofni náðu tímabundnum yfirráðum á svæðunum 2360-2180 f.Kr. Súmerar komust þá aftur til valda en um 1700 f.Kr. ruddu Amorítar þeim...

Nánar

Fleiri niðurstöður