Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 222 svör fundust

Hver er uppruni orðsins salerni?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir: Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/...

Nánar

Hvað er til í því að nafnorðið peysa sé franskt að uppruna?

Sagan um franskan uppruna orðsins peysa er skemmtileg. Sagt er að franskir sjómenn hafi bent og kallað, þegar þeir sáu íslenska bændur: „paysan, paysan“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Íslendingar hafi misskilið orðið, haldið að verið væri að benda á prjónapeysurnar þeirra og farið að kalla flíkurnar peysur. Þótt sa...

Nánar

Hvað þýðir orðið amen?

Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að 'amen' sé lokaorð í ýmsum kristnum predikunum og helgiathöfnum. Orðið er tökuorð sem hefur komist inn í íslensku með kristnum sið. Líklega hefur það verið tekið beint úr latínu en orðið 'amen' er hins vegar ættað úr hebresku og þýðir "sannlega" eða "satt". Í viðauka við...

Nánar

Hvaðan kemur orðið gler? Á sænsku talar maður til dæmis um "ett glas vatten", en orðið glas þýðir einnig gler.

Orðin glas og gler eru náskyld. Gler varð til við svokallað R-hljóðvarp. Germanska frumhljóðið var -a-, (endurgert *glazá- með áherslu á síðara atkvæði). Raddað s, sem táknað var með z, varð að sérstöku hljóði sem táknað er með R, það er að segja að frumnorræna myndin varð *glaRa-. Þetta R olli hljóðvarpi og úr va...

Nánar

Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?

Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546. Merking orðsins er ekki allt...

Nánar

Hvaðan kemur orðið appelsína?

Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina. Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá...

Nánar

Hvaðan er orðið ponta komið?

Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur. Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvað...

Nánar

Hvaðan er orðið "slagari" komið?

Slagari er tökuorð í íslensku sennilega úr dönsku slager sem aftur tók orðið að láni úr þýsku Schlager. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1944 og er orðið haft í gæsalöppum sem oftast bendir til að um aðkomuorð sé að ræða sem ekki er talið fullgildur gegn í málinu. Orðið slagari varð fyrst til...

Nánar

Hvers konar flík er mussa og hvaðan er orðið komið?

Orðið mussa merkir annars vegar ‛tvíhneppt ytri flík karlmanns’ en hins vegar ‛heil víð (bómullar)skyrta’. Í elsta máli var um að ræða einhvers konar skyrtu sem höfð var undir brynju eða pansara. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 18. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeir...

Nánar

Hvað þýðir eiginlega kumpáni?

Orðið kumpán(n), kumpáni, einnig ritað kompáni og í eldra máli kompán(n), merkir 'félagi, náungi, kunningi' og í eldra máli 'maki'. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um ritháttinn kompán frá miðri 16. öld sem bendir til að orðið geti verið eldra í málinu þar sem söfnun Orðabókarinnar hefst við 1540. Ef að ...

Nánar

Er hægt að skilgreina hvað telst vera íslenskt orð?

Eitt sinn var ég spurður hvort computer says no væri íslenska. Þetta er þekktur frasi sem á uppruna sinn í gamanþáttunum Little Britain frá því upp úr aldamótum og fólk bregður oft fyrir sig þótt annars sé verið að tala íslensku. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt að spyrja hvort þetta sé íslenska – þett...

Nánar

Hvað er myrra sem vitringarnir komu með?

Í Matteusarguðspjalli er komu vitringanna til Jesú lýst svona:Þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru. (2:11)Hluti af mynd eftir málarann Hiëronymus Bosch (um 1450-1516) af komu ...

Nánar

Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega?

Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðeins að finna atviksorðið náttúrlega ‘vitaskuld, auðvitað, að sjálfsögðu’ en ekki er sýnt atviksorðið náttúrulega. En sýnt er bæði lýsingarorðið náttúrlegur 1. ‘eðlilegur, sjálfsagður’, 2. ‘sem tilheyrir náttúrunni’ og lýsingarorðið náttúrulegur 1. ‘sem tilheyrir náttúrunni’, 2...

Nánar

Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?

Að undanförnu hef ég spurst fyrir um þennan rugling á orðunum apótek og bakarí en engan hitt sem kannast við hann. Ekki rengi ég þó að hann sé til því að vel er þekkt að fólk segi eitt ósjálfrátt en hafi ætlað að segja annað. Sjálf segi ég mjög oft febrúar þegar ég ætla að segja nóvember og öfugt og hef enga skýri...

Nánar

Fleiri niðurstöður