Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 598 svör fundust

Hvað eru Petronas-turnarnir háir og stórir?

Hér er reynt að svara eftirtöldum spurningum:Hvað eru Petronas-turnarnir stórir? (Jónas Bergsteinn Þorsteinsson) Hvað eru Petronas-turnarnir þungir? (Ísak Hilmarsson) Hvert er rúmmál Petronas-tvíburaturnanna í Malasíu? (Ísak Már Símonarson) Hvað eru gluggarnir stórir í Petronas-turnunum? (Sólmundur Gísli) Í sv...

Nánar

Átti Hitler konu og börn?

Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...

Nánar

Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?

Það kann að koma einhverjum á óvart hversu snemma hausts frost hefur fyrst farið niður fyrir -10 gráður en það er 9. september. Það gerðist árið 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, mældist í veðurstöðinni í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borð...

Nánar

Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?

Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...

Nánar

Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?

Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...

Nánar

Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?

Þegar atburðir verða sem kosta mörg mannslíf, eins og til dæmis miklar náttúruhamfarir, eru upplýsingar um manntjón yfirleitt mjög á reiki fyrst á eftir. Það getur tekið nokkurn tíma að fá rétta mynd af því hversu margir fórust og hversu margra er saknað. Sú var líka raunin í jarðskjálftanum mikla í Japan þann 11....

Nánar

Hvað heitir hæsta fjallið í Danmörku?

Heimildum ber ekki mjög vel saman þar sem hver þúfa og steinn skiptir máli í þessu tilviki. Þó eru tvö fjöll sem helst eru nefnd, Ejer Bavnehöj (um 171 m) og Yding Skovhöj (um 173 m). Danmörk er mjög láglent land svo að varla er hægt að tala um eiginleg fjöll þegar talað er um „hæsta fjall í Danmörku". Það segi...

Nánar

Er 1997 prímtala?

Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...

Nánar

Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?

Það kallast fósturlát þegar fóstur deyr áður en það hefur náð nægilegum þroska til þess að geta lifað sjálfstætt. Venjulega er talað um fóstur þegar meðgangan hefur ekki náð 22 vikum eða ef fóstrið er léttara en 500 g. Algengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og er það venjulega kallað sn...

Nánar

Hvað eru margar kirkjur á Íslandi?

Kirkjur á Íslandi eru fjölmargar, sökum þess geta upplýsingar um fjölda kirkna verið örlítið á reiki. Á vefsíðunni Kirkjukort má sjá „allar“ kirkjur á Íslandi. Þar eru skráðar 362 kirkjur þegar þetta er skrifað í júlí árið 2010. Árið 2004 vann Ásta Margrét Guðmundsdóttir kirknaskrá fyrir þjóðkirkjuna. Þar kemur fr...

Nánar

Eru fleirfaldstölur notaðar í fleiri tungumálum en íslensku?

Í færeysku er ein notað á sama hátt og í íslensku þegar talan vísar til orðs sem aðeins er notað í fleirtölu, til dæmis einar hosur ‛einar buxur’. Tvennur ‛tvöfaldur, í tvenndum eða samstæðum’ og þrennur ‛þrefaldur, þrískiptur’ eiga sér samsvaranir í grannmálunum. Fleirfaldstölur eiga sér sam...

Nánar

Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?

Hænur eru algengasta dýrið í Árnessýslu, alla vega ef átt er við húsdýr. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands voru samtals 37.096 hænur í þeim sveitarfélögum sem tilheyra Árnessýslu árið 2006 (nýrri upplýsingar lágu ekki fyrir). Til samanburðar voru íbúar á þessu svæði 12.629 þetta sama ár, eða þrisv...

Nánar

Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?

Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna. Íslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund...

Nánar

Fleiri niðurstöður