Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 153 svör fundust

Er sólin kyrr? Ef svo er, hvað heldur henni þá fastri?

Þetta eru góðar spurningar og umhugsunarverðar. Stutta svarið við fyrri spurningunni er bæði já og nei; sólin er bæði kyrr og ekki kyrr eftir því við hvað er miðað. Öll hreyfing er afstæð, hún miðast við eitthvað, og þegar við segjum að einhver hlutur sé kyrr miðum við líka við eitthvað annað, utan hlutarins. K...

Nánar

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...

Nánar

Af hverju þarf maður rafmagn?

Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Það þarf rafmagn til að knýja öll tæki og tól sem ganga fyrir rafmagni. En auðvitað væri hægt að vinna ýmis verk án rafknúinna tækja og kannski er spurningin til komin vegna þess að spyrjandi veltir fyrir sér hvort hægt sé að spara rafmagn með því að minnka notk...

Nánar

Hvers vegna eru afbrotamenn settir í fangelsi?

Fangelsi er tiltölulega nýtt úrræði til lausnar á vanda vegna afbrota í samfélaginu. Franski þjóðfélagshugsuðurinn Michel Foucault hélt því fram að refsingar hafi áður fyrr beinst að líkamanum en síðan hafi sálin tekið við sem viðfang refsingarinnar. Þetta birtist okkur í margvíslegum líkamlegum refsingum fyrri tí...

Nánar

Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?

Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur. Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af ...

Nánar

Er mark að draumum?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum:Hver er raunveruleg skýring á því að ekki sé hægt að sjá framtíðina í draumum? (Tryggvi Björgvinsson)Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar? (síðari hluta svarað hér en fyrri hluta er áður svarað; Gunnar Helgi Guðjónsson og fleiri)Geta draumar ver...

Nánar

Hver fann Danmörku?

Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...

Nánar

Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?

Lögregla hefur heimild samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 til þess að grípa til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherjarreglu. Í 15. gr. laganna segir meðal annars að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til ...

Nánar

Hver er munurinn á hub, switch og router fyrir tölvur?

Öll þessi tæki eru notuð til að tengja margar tölvur saman í netkerfi. Virkni tækjanna er þó mjög mismunandi. Í stuttu máli tengja hub (ísl. netald eða nöf) og switch (ísl. skiptir) tölvur saman á innra neti (e. local network) á meðan router (ísl. beinir) tengist Internetinu. Netald sendir öll samskipti á allar...

Nánar

Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?

Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veð...

Nánar

Fleiri niðurstöður