Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5954 svör fundust

Er orðið „mæma“ til í íslensku?

Þessari spurningu er erfitt að svara annaðhvort játandi eða neitandi. Að baki liggur enska sögnin mime sem borin er fram /maIm/ í merkingunni ‛leika látbragðsleik, herma eftir’. Sögnin mæma er löguð að henni, rituð samkvæmt íslenskum ritvenjum og borin fram með íslenskum sérhljóðum. Sumir telja án efa að hún...

Nánar

Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum?

Svonefndar PCI-, PCI Express- og AGP-raufar (e. slots) eru hraðvirk tengi á móðurborðum. Raufarnar eru notaðar til að bæta virkni við móðurborðið í tölvunni, til dæmis skjákort, netkort, diskastýringar, sjónvarpskort og hljóðkort. Helsti munurinn á þeim er aldur þeirra og samskiptahraðinn. PCI Express-, AGP- og...

Nánar

Drepast tré ef koparnagli er rekinn í bolinn?

Nei. Það er gömul flökkusaga að koparnagli drepi tré, en hún á sér ekki vísindalega stoð. Kopar er trjám, og reyndar flestum öðrum lífverum, nauðsynlegur sem snefilefni í mjög litlu magni. Í mjög miklu magni og sem hluti af ýmsum efnasamböndum getur kopar hins vegar haft eituráhrif. En koparmálmur leysist ekki hra...

Nánar

Hvers vegna á að forðast að borða mat úr beygluðum niðursuðudósum?

Ekki er hættulegt að borða mat úr beygluðum dósum svo framarlega sem þær eru ennþá heilar. Ef gat er á dósinni á aftur á móti ekki að borða neitt sem kemur úr henni. Ástæðan fyrir því er sú að bakteríur hafa þá átt greiða leið að innihaldinu þar sem þær geta fjölgað sér og gert matinn óætan. Ekki er hættulegt ...

Nánar

Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?

Kristni kom fyrst upp meðal fátæks almúgafólks á afskekktum stað í rómverksa keisaradæminu. Það tók trúna því nokkuð langan tíma að ná útbreiðslu. Rétt fyrir 400 var hún þó orðin það útbreidd að keisarinn gerði hana að ríkistrú. Um þetta leyti tók hún líka að breiðast út um Norður-Evrópu en á næstu öldum gengu mik...

Nánar

Hvaðan er orðið lúffa komið, fyrir sérstaka vettlinga?

Orðið lúffa er tökuorð úr dönsku luffe ‘þykkur belgvettlingur með þumli, oft úr skinni’. Orðið er einnig til í norsku í sömu merkingu. Luffe er talið tökuorð úr lágþýsku *love eða *lūve ‘lófi’ og er því skylt íslenska orðinu lófi. Það virðist fyrst hafa verið notað í jósku en síðan var það tekið upp í dön...

Nánar

Hvernig eru matur og matarvenjur Dana?

Menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur hafa lengi verið sterk og víða má sjá dönsk áhrif í samfélagi okkar. Það á ekki síst við um mataræði en ýmislegt sem ratar á borð Íslendinga er upphaflega komið frá Dönum. Allir kannast til að mynda við gula baunasúpu, hamborgarhrygg með stökkri puru, brúnaðar kartöflur, st...

Nánar

Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?

Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...

Nánar

Hvað þýðir @ og hvers vegna er það notað í tölvupóstföngum?

@ er á ensku lesið 'at' og á íslensku hefur bæði verið stungið upp á þýðingunum 'á' eða 'á-merki', 'hjá' og 'að'. Uppruni táknsins er úr bókhaldi. Það var og er sett á reikninga og þýðir 'á', dæmi: 300 stk @ 5 krónur stk. Í þessu samhengi er táknið lesið sem 'at' á ensku og trúlega hefur það stuðlað að því að þ...

Nánar

Af hverju ertu prófessor?

Vísindastörf eru skemmtileg störf að mínu mati. Það er gaman að fylgjast með framvindu þekkingarinnar, velta henni fyrir sér og leggja ef til vill eitthvað af mörkum sjálfur. En það er að sjálfsögðu líka ögrandi og krefjandi á köflum; það verður enginn vísindamaður nema hann hafi brennandi áhuga á fræðigrein sinni...

Nánar

Hvað þýða nöfnin Karen Ýr, Árný Yrsa og Finnur?

Nafnið Karen er talið vera dregið af nafninu Katarina eins og nafnið Katrín. Það var snemma tengt við grískt orð sem merkir 'hreinn'. Nafnið Ýr er skylt nafnorðinu úr sem merkir 'úruxi'. Nafnið Árný er samsett úr Ár- sem tengist nafnorðinu ár í merkingunni 'góðæri, ársæld' og -ný sem er kvenkyn lýsingarorðsi...

Nánar

Fleiri niðurstöður