Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5952 svör fundust

Í hvaða löndum er töluð spænska?

Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim - reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kínversku. Samtals e...

Nánar

Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Við hvaða skilyrði lifir sæhestur og er hægt að nýta hann? Er hann fallegur að sjá? Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sæhesta? kemur fram við hvaða umhverfisskilyrði sæhestar (af ættinni Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt) þ...

Nánar

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?

Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...

Nánar

Er jarðvarmi endalaus orkulind?

Þetta er nokkuð snúin spurning eins og góðar spurningar eiga að vera. Ef jarðvarminn stafaði eingöngu af því að jörðin var heit í upphafi lægi svarið nokkuð beint við: Sá varmi var endanlegur og væri nú að mestu horfinn. En undirrót jarðvarmans sem streymir frá jörðinni er ekki eingöngu upprunalegur hiti í iðru...

Nánar

Hvenær fæddist og dó Claude Monet?

Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...

Nánar

Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?

Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framv...

Nánar

Hvernig er veðurfarið á Hawaii?

Á Hawaii er hitabeltisloftslag. Mildur hiti er mest allt árið og nokkuð rakt. Litlar hitasveiflur eru yfir árið, eins og sést á því að í höfuðstaðnum Honolúlú er meðalhiti í kaldasta mánuði ársins 22° C og 26° C gráður í þeim heitasta. Á hálendi Hawaii getur orðið mun kaldara, jafnvel farið niður fyrir frostmark. ...

Nánar

Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?

Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru ta...

Nánar

Hvaða eldfjall er elst á Íslandi?

Allra elstu eldfjöllin á Íslandi eru kulnuð eldfjöll á jöðrum landsins. Á sínum tíma voru þetta virk eldfjöll, en þar sem landið gliðnar á hverju ári um sem nemur um 2 cm hafa fjöllin smám saman færst frá gosbeltinu. Ármann Höskuldsson fjallar um þetta í svari sínu við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Ísl...

Nánar

Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?

Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins. Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi. Svissneski fáninn á rætur að...

Nánar

Hvað er nýrómantík?

Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...

Nánar

Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?

Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...

Nánar

Hvers konar fjöll eru Alparnir og hvernig urðu þau til?

Alparnir eru fellingafjöll en myndun slíkra fjalla er lýst í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll? Alparnir eru fellingafjöll sem mynduðust við að að Afríkuflekann rak til norðurs og þrýsti á Evrasíuflekann. Hugmyndir manna um myndun fellingafjalla hafa tekið nokkrum br...

Nánar

Hvernig æxlast kolkrabbar?

Æxlun kolkrabba (Octopoda) fer þannig fram að karldýrið notar einn af sínum átta örmum til þess að koma sæði í kvendýrið. Armurinn sem notaður er í þessum tilgangi nefnist hectocotylus og er ummyndaður þannig að hann getur flutt sáðsekkina inn í möttulhol kvendýrsins þar sem æxlun fer fram. Kvendýrið getur hal...

Nánar

Hvernig get ég stökkbreyst?

Í flestum tilfellum höfum við engin sérstök ráð til að framkvæma stökkbreytingar á sjálfum okkur, enda ekki víst að margir vildu að erfðaefnið í þeim stökkbreyttist! Stökkbreytingar á erfðaefninu eru nefnilega flestar til skaða. Sumar stökkbreytingar gera þó gagn, til dæmis þær sem breyta prótínum þannig að þau st...

Nánar

Fleiri niðurstöður