Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5954 svör fundust

Hvað felst í vandamálinu ,,P vs. NP''?

Skýrum fyrst um hvað spurningin snýst. Til einföldunar má segja að hún varði afköst eða getu tölva til að leysa tiltekin verkefni. Það er þó ekki svo einfalt að þetta snúist um hvað tölvan geti framkvæmt margar aðgerðir á sekúndu heldur frekar hvað þurfi margar aðgerðir eða skref til að leysa tiltekið vandamál. ...

Nánar

Hvað eru sólgos og segulstormur?

Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi s...

Nánar

Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?

Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...

Nánar

Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?

Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...

Nánar

Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Jan Hus, eða Jóhann Húss eins og hann hefur oft verið nefndur hér á landi, fæddist 1369 í héraðinu Husinec í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Bæheimur var þá sjálfstætt, öflugt konungsríki og eitt af kjörfurstadæmum Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Höfuðborgin Prag var annáluð menningarborg og nefnd Hin gull...

Nánar

Hver var James Dewey Watson og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

James Dewey Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Árið 1947 brautskráðist hann frá Chicago-háskóla með B.Sc.-próf í dýrafræði. Á þessum árum var hann áhugasamur fuglaskoðari. Hann var síðan í doktorsnámi við Indiana-háskólann í Bloomington undir leiðsögn Salvadors E. Luria (1912-1991) sem hlaut Nó...

Nánar

Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs?

Keilusnið (e. conic sections) eru skurðferlarnir sem myndast þegar keila er skorin með sléttum fleti. Þessir skurðferlar geta orðið þrenns konar eftir því hvernig slétti flöturinn hallar og þannig fást þrjár ólíkar gerðir keilusniða: Sporbaugar (e. ellipse), fleygbogar (e. parabola) og breiðbogar (e. hyperbola). ...

Nánar

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Nánar

Hvað er best að borða fyrir keppnishlaup?

Þeir sem hafa reynslu af hlaupum og undirbúningi fyrir keppnishlaup vita oftast hvað hentar best rétt fyrir hlaupið. Þeir hafa lært af öðrum og af eigin reynslu í gegnum tíðina. Öðru máli gegnir um þá sem teljast til byrjenda. Nauðsynlegt er að vakna tímanlega fyrir keppni og í raun fyrir alla áreynslu. Mismuna...

Nánar

Hver var Herbert Spencer?

Herbert Spencer fæddist 27. apríl árið 1820 í borginni Derby á Englandi. Faðir hans, George, var kennari og sá hann sjálfur um menntun sonar síns fyrstu tíu ár ævi hans en eftir það tóku föðurbræður hans, William, sem einnig var kennari, og presturinn Thomas, að sér að mennta drenginn. Allir voru þeir strangir, og...

Nánar

Þegar mér er bumbult, er mér þá ult í bumbinu eða bult í umbinu?

Orðið bumbult í íslensku hefur lengi reynst mikill leyndardómur. Raunar er svo farið að skilningur okkar á eðli alheimsins veltur á þessu sérstaka orði. Rannsóknir á uppruna þess hafa því orðið grundvöllur mikilvægs samstarfs raun- og hugvísindafólks sem hefur þó á stundum verið stormasamt. Á einum tímapunkti ...

Nánar

Hvað er fullkomnun?

Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...

Nánar

Gæti ebóla orðið að heimsfaraldri á Vesturlöndum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að ebóla dreifist út fyrir Afríku, meira en einstök tilfelli, og þurfum við að hafa áhyggjur af því að sjúkdómurinn berist til Íslands? Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Vestur-Afríku hefur, þegar þetta er skrifað um miðjan október 2014, sýkt um 8600 manns ...

Nánar

Fleiri niðurstöður