Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 689 svör fundust

Hvað þýðir orðið galgopi?

Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjól...

Nánar

Hver bjó til tungumálið?

Tungumál er nokkuð sem orðið hefur til á löngum tíma en ekki uppfinning sem hægt er að rekja til einnar manneskju. Yfirleitt er gert ráð fyrir að fyrstu orðin sem mynduðust hafi verið hljóðlíkingar, menn hafi verið að líkja eftir einhverjum hljóðum úr náttúrunni. Síðan hafi þessi hljóð þróast nánar og orðið grunnu...

Nánar

Hver bjó til fyrstu orðin?

Við vitum ekki hver bjó til fyrstu orðin en það er óralangt síðan þau urðu til. Flestir gera ráð fyrir að fyrstu orðin hafi verið einhvers konar hljóðlíkingar þar sem maðurinn reyndi að líkja eftir því sem hann heyrði í náttúrunni umhverfis sig, rennsli vatns, hljóðum fugla og svo framvegis. Síðan hafi þessi hljó...

Nánar

Hvers konar strik er sett í reikninginn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...

Nánar

Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?

Rúnin þurs var til í norrænu rúnaletri. Hún var einnig til í engilsaxnesku rúnaletri og hét þar þorn. Engilsaxar tóku hana upp í latínuletur sitt vegna þess að þá vantaði tákn fyrir tannmælt önghljóð, það er þau hljóð sem í íslensku eru skrifuð með ‘þ’ og ‘ð’. Íslendingar og Norðmenn tóku sennilega upp bókstafinn ...

Nánar

Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur? Þessi orð eru notuð yfir hvíta sósu gerða úr mjólk og hveiti og þykir ómissandi með hangikjöti og bjúgum. Orðin uppstúfur, uppstúf og uppstú eru notuð um hvíta sósu eins og nefnt er í fyrirspurninni. Þau eru a...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?

Vesta, eða 4 Vesta, er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu með lagskipta innviði. Vesta er mun breiðari um miðbaug en pólana (560 til 578 km á móti 468 km) en meðalþvermálið er um 530 km. Vesta inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergrei...

Nánar

Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?

Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um ki...

Nánar

Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?

Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því...

Nánar

Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?

Svínið og grísinn hafa haft sérstöðu í mörgum samfélögum síðan dýrið var tamið. Sérstaklega var grísinn í uppáhaldi fyrr á öldum meðal fátækra bænda í Evrópu. Þeir töldu grísinn góða fjárfestingu því að hann vex hratt og gefur af sér mikið kjöt. Lítinn grís var hægt að ala án mikils tilkostnaðar á afgöngum sem urð...

Nánar

Hver er uppruni orðsins kleykir og hvað þýðir það?

Eftir því sem ég kemst næst lifir nafnorðið Kleykir aðeins í örnefnum sem ég kannast við frá tveimur stöðum. Annað er í Suðursveit og er Kleykir þar nafn á bröttum hól milli Uppsala og Hestgerðis. Hitt er úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu, nafn á allbröttum melhól. Í Landnámu kemur kleykir fyrir sem viðurnafn Sigm...

Nánar

Fleiri niðurstöður