Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 966 svör fundust

Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?

Flestir eru sammála um að næringarefnainnihald í mat úr örbylgjuofnum sé alls ekki minna en í mat sem eldaður er á hefðbundinn hátt og jafnvel meira í sumum tilfellum. Matreiðsla veldur alltaf einhverju tapi á næringarefnum og þá aðallega á vatnsleysanlegum vítamínum (B-vítamínum og C-vítamíni) sem annaðhvort...

Nánar

Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?

Spurningin öll var svohljóðandi:Ég hef heyrt (frá óvísindalegum heimildum reyndar) því haldið fram að hann hefði sofnað þessum áratugasvefni sínum vegna uppsafnaðra steinefna í brunninum sem yllu því að hann gæti ekki ,,ofurhitnað.'' Mér þykir erfitt að skilja hvernig jarðskjálftar gætu breytt því -- eða er þetta...

Nánar

Af hverju er sjórinn saltur?

Sjórinn er saltur vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum. Vatn er í sífelldri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum og berst með loftstraumum norður þar sem hann þéttist og fellur til jarðar, annað hvort sem rigning eða sjór. Regnið berst síðan aftur út í sjóinn, s...

Nánar

Af hverju heitir brunahani því nafni?

Orðið brunahani er tökuorð og bein þýðing á danska orðinu brandhane. Það þekkist í málinu frá lokum 19. aldar. Ein af merkingum orðsins hani í íslensku er ‘rennslisloki, ventill’ og er það sú merking sem kemur fram í brunahana. Slangan er tengd við rennslislokann og síðan skrúfað frá til þess að fá vatn í slönguna...

Nánar

Úr hvaða efni eru skýin?

Ský er safn örsmárra vatnsdropa. Þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar þá þéttist hún og myndar ský. Ský sem eru alveg við yfirborð jarðarinnar kallst þoka. Þegar örsmáir droparnir í skýjunum rekast á hver annan fækkar dropunum og þeir stækka. Loks kemur að því að þeir eru það stórir að þeir falla til jarðar, an...

Nánar

Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þýðir orðið?

Vatnar hefur einungis verið notað sem karlmannsnafn hérlendis. Það virðist þó ekki hafa verið notað fyrr en á þessari öld. Enginn var skráður með þessu nafni í manntali 1910 en eftir það hefur fáeinum verið gefið þetta nafn. Í fornu máli er í Hálfs sögu og Hálfsrekka nefndur Vatnar konungur sem heygður var í Va...

Nánar

Hver fann upp á því að hita húsin okkar með heitu vatni?

Í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar? kemur margt fróðlegt fram um heitavatnsnotkun Íslendinga. Þar má meðal annars lesa að það beið 20. aldar að Íslendingar leiddu heitt vatn í hús sín til upphitunar. Fyrstur mun hafa gert það Stefán B. Jónsson...

Nánar

Af hverju líkar flóðhestum svona vel að vera í vatni?

Í Afríku lifa tvær tegundir flóðhesta, fljótaflóðhesturinn (Hippopotamus amphibius), stundum kallaður Nílarflóðhesturinn og dvergflóðhesturinn (Choeropsis liberiensis). Sá fyrrnefndi er mun stærri eða allt að 3 tonn að þyngd. Dvergflóðhestar vega aftur á móti aðeins frá 160 til 280 kg. Flóðhestar eru algengir nú á...

Nánar

Eru stöðuvötn á Títan?

Menn hafði lengi grunað að á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, væri að finna höf eða að minnsta kosti stöðuvötn. Strax við komuna til Satúrnusar sýndu ratsjármyndir Cassini-geimfarsins og loftmyndir Huygens-lendingarfarsins, greinileg merki um að einhvers konar vökvi hefði runnið um ísilagt yfirborð Títans. Aftur...

Nánar

Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?

Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, það er ís myndast beint úr vatnsgufu. Yfirborðshrím getur myndast á til dæmis snjóþekju, ís, grasi, trjágreinum og bílum. Skilyrði fyrir ísmynduninni er að loftið sé rakt og að yfirborðshitinn sé lægri en daggarmark loftsi...

Nánar

Hvað er jökull?

Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina. Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram ...

Nánar

Er hemlunarvegalengd bíla óháð massa þeirra eða þyngd?

Stutta svarið er já: Hemlunarvegalengd bíla er óháð massa þeirra. Hún er eingöngu háð upphaflegum hraða bílanna, yfirborði vegar eða götu og ástandi hjólbarða. Upphaflega spurningin var sem hér segir: Tveir bílar, annar er helmingi þyngri. Spurningin er: Hafa þeir sömu bremsuvegalengd miðað við sama hraða? Ef ...

Nánar

Hvaða áhrif hafði Pýþagóras og kenningar hans á heimsmyndina?

Stærðfræðingurinn Pýþagóras (um 572-497 f.Kr.) fæddist á grísku eyjunni Samos. Þegar hann var fertugur fluttist hann til grísku nýlenduborgarinnar Krótón, sunnarlega á Ítalíu. Þar kom hann sér upp hópi lærisveina sem mynduðu einhvers konar sértrúarsöfnuð og skóla. Þeir voru seinna nefndir Pýþagóringar. Margt er...

Nánar

Kúka hvalir?

Já, vissulega „kúka“ hvalir líkt og önnur spendýr. Reyndar er það sameiginlegt öllum lífverum að losa sig við úrgang. Saurlát hvala er í reynd afskaplega mikilvægt fyrir vistkerfi sjávar, meðal annars með dreifingu næringarefna upp í efri lög sjávar. Næringarefnin eru mikilvæg ljóstillífandi lífverum líkt og g...

Nánar

Fleiri niðurstöður