Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 966 svör fundust

Við hvaða hitastig og þrýsting bráðnar ál?

Ál er fljótandi á hitabilinu 660,32°C - 2519°C við eina loftþyngd samkvæmt 85. útgáfu CRC (Handbook of Chemistry and Physics) og með markpunkt (einnig kallað krítískur punktur, e. critical point) 6700°C.1,2 Samkvæmt heimildum hækkar bræðslumark áls við hækkun á þrýstingi en lækkar ekki og því ætti ekki að vera hæg...

Nánar

Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?

Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...

Nánar

Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig virka jarðvarmavirkjanir? Hvernig er raforka framleidd með jarðhita? Jarðvarmavirkjanir framleiða rafmagn með gufu sem sótt er í jarðskorpuna. Margar þeirra framleiða einnig heitt vatn þar sem það kemur oft með gufunni upp á yfirborðið. Djúpar holur eru boraðar á jarð...

Nánar

Hversu mikið ræktarland þarf í einar gallabuxur?

Upprunalega spurningin var: Hvað þarf mikið landssvæði af bómull til að búa til einar gallabuxur? Efnið í gallabuxum er bómull. Bómullarplantan er ræktuð víða um heim en stærstu bómullarframleiðendurnir eru Kína, Indland, Bandaríkin, Pakistan og Brasilía. Skilyrði til ræktunar eru afar mismunandi, ekki bara á m...

Nánar

Getið þið útskýrt hvernig gosmökkur í eldgosum hegðar sér?

Gosmökkur er blanda gjósku, vatnsgufu, annarra kvikugasa og lofts. Í sinni einföldustu mynd er hann þrískiptur. Neðsta hluta hans mætti kalla gasspyrnuhluta, miðhlutann uppdrifshluta og efsta hlutann kúf. Þessi skipting skýrist af því hvaða kraftar knýja einstaka hluta makkarins.[1] Kvikuhólf, eldfjall og gosm...

Nánar

Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?

Lesa má um iglur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? Hér verður því einvörðungu sagt frá vampíruleðurblökum.Leðurblökur (Chiroptera) hafa þróað með sér afar mismunandi leiðir við fæðuöflun. Fjölmargar tegundir éta ávexti og fræ og gegna mikilvægu hlut...

Nánar

Af hverju breytast egg við suðu?

Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...

Nánar

Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?

Hér er einnig svarað spurningu Örnu Bjargar Ágústsdóttur: Af hverju tala menn ekki sama tungumál? Ekkert er vitað með vissu um uppruna tungumála. Menn geta sér þess til að mannapar hafi notað einhver hljóð til tjáskipta en eiginlegt tungumál hafi ekki tekið að mótast fyrr en mun seinna eða fyrir um 100.000 árum...

Nánar

Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn?

Steinar og margir aðrir hlutir virðast mun dekkri á litinn þegar þeir eru blautir en liturinn sjálfur er í raun sá sami. Dæmigerður steinn er grár eða grá-svartur, ögn hrjúfur og með mattri áferð. Ef yfirborð steinsins er skoðað með stækkunargleri sést að það er alls ekki spegilslétt og einsleitt. Ef við skerum...

Nánar

Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?

Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð. Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulby...

Nánar

Hvaða hlutverki gegnir ristillinn?

Ristillinn tekur við fæðumauki úr smáþörmunum. Meltingu er að mestu leyti lokið þegar fæðan kemur í ristilinn. Það sem eftir er af henni fer fram fyrir tilstuðlan baktería, því að ristillinn myndar engin meltingarensím. Einnig mynda ristilgerlar K-vítamín. Enn á eftir að soga vatn, steinefni og örlítið af vít...

Nánar

Hvaðan kemur munnvatnið?

Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þ...

Nánar

Hvers vegna svitnar maður?

Sviti er leið líkamans til þess að kæla sig. Sviti er vökvi sem myndast í svitakirtlum í húð okkar. Hann er að mestu leyti vatn en einnig eru uppleyst í honum ýmis sölt og mismikið af úrgangsefnum. Meginhlutverk svita er að taka þátt í stjórnun líkamshita, en einnig á hann þátt í þveiti líkamans, það er að segj...

Nánar

Fleiri niðurstöður