Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 966 svör fundust

Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?

Þetta er nú líklega einum of djúpt tekið í árina. Lífríki sjávar er afar fjölskrúðugt. Þar eru fjöldamargar tegundir fiska sem lifa við alls konar skilyrði, í köldum sjó eða heitum, djúpt eða grunnt, í mjög söltu vatni eða næstum fersku, í sjó með mismunandi efnasamsetningu og svo framvegis og svo framvegis. Tegun...

Nánar

Af hverju fer að rigna ef maður drepur járnsmið?

Það er með þessa hjátrú eins og svo margt annað í þjóðtrú að nánast ógjörningur er að svara því með vissu hvers vegna slík tiltrú verður til. Til er þó sú skýring að járnsmiðir (og fleiri skordýr) leiti frekar út undir bert loft þegar von sé á rigningu og því séu einfaldlega meiri líkur á að rekast á þá við slíkar...

Nánar

Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést?

Enska skammstöfunin UFO stendur fyrir 'Unidentified Flying Object', sem á íslensku hefur útlagst sem fljúgandi furðuhlutur eða FFH. Reglulega komast í fréttir sögur af því að fólk hafi séð ókennilega hluti á himninum sem það telur að ekki sé hægt að skýra á annan hátt en að um sé að ræða eitthvað utan úr geimnum....

Nánar

Hvað er móbergshryggur?

Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars: Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snö...

Nánar

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að okkur?

Ástæðan fyrir þessu tengist sjávarföllunum sem við sjáum á hverjum degi við strendur landsins. Sjávarföllin verða af því að þyngdarkrafturinn frá tungli á jörðina er meiri á þeirri hlið jarðarinnar sem snýr að tungli heldur en í miðju jarðarinnar og hins vegar minni á þeirri hlð jarðar sem snýr frá tunglinu. Þetta...

Nánar

Skemmir sódavatn tennur?

Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...

Nánar

Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?

Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne). Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að mi...

Nánar

Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?

Þær plöntu- og dýrategundir sem lifa villtar á Íslandi eru flestar mjög harðgerðar enda eru sumrin stutt og vetur oft harðir, sérstaklega inn til landsins. Hér finnast almennt færri tegundir en í nágrannalöndum okkar og þó fæða handa minki hér á landi sé stundum heldur minni en annars staðar þá kemur á móti að min...

Nánar

Af hverju gýs upp megn vaxlykt um leið og slökkt er á kerti?

Kerti samanstendur af kertavaxi og kveikiþræði. Kertavaxið er eldsneytið, það er efnið sem brennur, en kveikurinn stjórnar hraða brunans. Þegar logandi eldspýta er borin að kveiknum bráðnar kertavaxið næst kveiknum og sogast upp í kveikinn. Vegna hitans frá eldinum gufar kertavaxið í kveiknum upp, blandast súr...

Nánar

Hvað er Ólafsfjarðarvatn stórt og hvað er svona merkilegt við vatnið?

Ólafsfjarðarvatn er eins og nafnið bendir til í Ólafsfirði. Vatnið er frekar grunnt, mesta dýpi er um 10 - 11 metrar. Það er um 2,5 ferkílómetrar að flatarmáli; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Allbreitt rif, sand- og malarkambur, um 250 m breitt skilur vatnið frá sjónum og rennur ós úr...

Nánar

Hvers vegna koma eldgos?

Eldgos verða af því að jörðin er mjög heit að innan. Í kjarna jarðarinnar er hitinn um 5000°C en í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Hitinn leitar út en kemst ekki nógu hratt upp á yfirborðið nema efnið í jörðinni hreyfist. Þannig kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni upp á yfirborðið en í svari Ármanns Hösk...

Nánar

Hvers konar prímatar eru rhesusapar?

Rhesusapar (Macaca mulatta) eru 47 til 64 sentímetrar á lengd og vega frá 4,5 til 11 kíló. Karldýrin eru þó mun stærri. Rhesusapar greinast í þrjár deilitegundir og finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru með brúnan feld og rauðleitan afturenda. Fullorðin dýr eru með rauðleitt nakið andlit. ...

Nánar

Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Axel Björnsson: Hverjar eru líkurnar á því að vetni verði orkugjafi framtíðarinnar, hvernig verkar vetnisvél, og hver er staða mála á Íslandi í dag?Berglind Elíasdóttir: Hvernig er hægt að geyma vetni svo hægt sé að nota það sem eldsneyti?Oddur Rafnsson: Af hverju er svona erfi...

Nánar

Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?

Rotþró er einfalt hreinsivirki fyrir húsaskólp sem ætlað er fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli þegar ekki er eiginleg fráveita. Í henni fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna við súrefnislausar aðstæður. Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum ...

Nánar

Fleiri niðurstöður