Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 246 svör fundust

Hvað getur þú sagt mér um hagamýs?

Hagamúsin (Apodemus sylvaticus) er ein af sjö tegundum músa sem tilheyra ættkvíslinni Apodemus. Meðlimir þessarar ættkvíslar hafa aðlagast lífi á sléttum, engjum og skóglendi. Hagamúsin finnst um mest alla Evrópu, víða í Asíu og nyrst í Norður-Afríku. Heimkynni hennar ná hins vegar ekki langt norður í barrskógabel...

Nánar

Hvað éta geitungar?

Geitungar hafa nokkuð vítt fæðusvið. Þeir leita bæði í prótínríka fæðu og fæðu sem inniheldur mikið af kolvetnum. Sem dæmi um kolvetnisríka fæðu má nefna blómasykur, hér á landi er Gljámispill (Cotoneaster lucidus) til að mynda vinsæll meðal geitunga og hann laðar fjölda þeirra að á sumrin þegar hann hefur blómgas...

Nánar

Hvað hafa marglyttur marga fætur eða hvað sem það heitir?

Marglyttur hafa ekki fætur frekar en önnur sjávardýr enda eru fætur gagnlitlir í sjónum. Angarnir sem ganga niður úr þeim eru griparmar (e. oral arms) sem þær nota til þess að hremma bráð. Á þessum örmum eru einnig sérstakar stingfrumur (nematocyst) sem marglyttur nota bæði til þess að veiða og í sjálfsvörn. A...

Nánar

Er húsaköngulóin sérstök tegund og finnst hún ekki utandyra?

Talið er að 89 tegundir köngulóa tilheyri hinni íslensku fánu. Þar af eru líklega sjö tegundir sem einungis finnast innanhúss. Ein þeirra tegunda sem aðeins lifir innanhúss er húsakönguló eða Tegenaria domestica á fræðimáli. Þekktir fundarstaðir eru aðallega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt riti Inga Agnarssonar, ...

Nánar

Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?

Það er grundvallarmunur á frumbjarga (e. autotroph) og ófrumbjarga (e. heterotroph) lífverum. Frumbjarga lífverur geta sjálfar framleitt þau lífrænu efni sem þær þurfa. Þær þurfa aðeins orku frá sólinni, koltvíildi (CO2) og vatn sem er nauðsynlegt öllum lífverum. Plöntur sem stunda ljóstillífun eru dæmi um frumbja...

Nánar

Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?

Já, það eru til þjóðsögur um ýsuna. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er til dæmis að finna sögu um samskipti fjandans og ýsunnar og ber ýsan enn merki þeirra: Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti ...

Nánar

Hvers vegna dó sverðkötturinn út?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Getið þið sagt mér sem flest um sverðköttinn og sýnt mér mynd? Hvað voru tennurnar í sverðkettinum stórar? Sverðkettir (Smilodon, e. sabertooth cat) eru meðal best þekktu ísaldardýranna og hafa steingerðar leifar þeirra fundist bæði í Ameríku og Evrópu. Í La Brea í Los...

Nánar

Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?

Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verk...

Nánar

Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?

Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...

Nánar

Hver er helsta fæða ljóna?

Ljónið (Panthera leo) er topprándýr (e. apex predator) en svo kallast þær dýrategundir sem eru efst í fæðukeðjunni í hverju vistkerfi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðu og fæðuöflun ljóna, bæði í Afríku og hjá hinu svokallaða asíu-ljóni (Panthera leo persica) en það er smár stofn sem finnst á Indl...

Nánar

Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?

Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?

Spyrjandi biður einnig um myndir af litlum tígrisdýrum.Þrír tígrishvolpar Tígrisynjur (Panthera tigris) gjóta venjulega tveimur eða þremur hvolpum í hverju goti. Þó þekkist að allt að sex hvolpar hafi komið í goti. Afar sjaldgæft er að allir hvolparnir komist á legg, það er frekar regla en undantekning að að minn...

Nánar

Getur þú sagt mér eitthvað um kómódódreka?

Kómódódrekinn eða eyjafrýna (Varanus komodoensis, e. Komodo dragon) er kenndur við eyjuna Kómódó undan ströndum Súmötru í Indónesíu, en þar og á nokkrum nágrannaeyjum meðal annars Rinca, Padar, Flores, Gili Motang og Owadi Sami, á hann heimkynni sín. Drekinn gengur undir mörgum heitum meðal eyjaskeggja til að myn...

Nánar

Fleiri niðurstöður