Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 895 svör fundust

Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?

Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...

Nánar

Hvers vegna fær fólk hrukkur?

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lagið, það sem við horfum á, nefnist húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undirhúð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu ástandi. Eins og lesa má um í svari Stefáns B. S...

Nánar

Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?

Í heild sinni hjóðar spurningin svona: Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jökulsár - „Jöklu“? Þarna er náttúran búin að forvinna bergmassann. Því miður er því ekki að fagna um framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verðmæti umfram annað berg á Íslandi. Framburður jökuláa er mestmegnis j...

Nánar

Sjá selir í lit?

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...

Nánar

Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?

Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...

Nánar

Hvað er langt þangað til að sólin verður að rauðum risa og hvað verður um hana þegar hún er orðin að hvítum dverg?

Við rannsóknir á sólstjörnum standa vísindamenn frammi fyrir þeim vandkvæðum að þróun sólstjarna tekur milljónir og jafnvel milljarða ára. Það er því engin leið að geta fylgst með þróun einnar stjörnu frá upphafi til enda. Vísindamenn verða því að reyna að ákvarða hversu langt er liðið á þróunarskeið ýmissa stjarn...

Nánar

Getið þið sannað Goldbach-tilgátuna?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:„Sérhver slétt tala stærri en 4 er samlagning tveggja prímtalna stærri en 2.“, Getið þið reddað mér um sönnun? Í stuttu máli: Nei. Setningin sem um ræðir er kölluð Goldbach-tilgátan meðal stærðfræðinga og er eitt af frægustu óleystu vandamálum stærðfræðinnar. Saga hennar næ...

Nánar

Er hagkvæmt að setja upp vindmyllur til raforkuframleiðslu á Íslandi?

Vindorkan, líkt og vatnsorkan, rekur uppruna sinn til geislunar frá sólinni og hringrásar orku frá miðbaugssvæðunum norður á bóginn. Vindorkan er þannig endurnýjanleg auðlind. Mikil þróun hefur orðið í hönnun á vindmyllum undanfarin ár. Fyrir um áratug var orkuframleiðsla stærstu myllanna um og innan við 1 MW, en ...

Nánar

Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?

Nýlendustefnan felst í stuttu máli í því að valdameira ríki, svokallað móðurland, leggur undir sig valdaminna ríki, nýlenduna (sjá Hvað er nýlendustefna? eftir sama höfund). Þessi stefna er í dag almennt litin neikvæðum augum og er þá áhersla lögð á arðrán og þrælahald. Þegar rætt er um kosti og galla nýlendustefn...

Nánar

Hvað er pólon og hvað getur gerst ef maður kemst í snertingu við það?

Pólon er frumefni með 84 róteindir í kjarna og hefur því sætistöluna 84. Það finnst í hverfandi mæli í náttúrunni. Ástæða þess er að flestar samsætur pólons eru afar geislavirkar og umbreytast því hratt í önnur stöðugri efni. Til eru minna geislavirkar samsætur efnisins, svo sem Po-208 og Po-209, sem hafa helming...

Nánar

Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...

Nánar

Hvenær verða tré að skógi?

Það er ekki hægt að gefa skýrt svar við spurningunni hvenær verða tré að skógi. Ástæðan fyrir því er sú að mörkin á milli skógar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæmis stærð og umfangi trjánna. Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta. Ímyndum okkur að við plöntum 100 litlum plöntum. Þær eru svo smávaxn...

Nánar

Fleiri niðurstöður